mánudagur, 26. janúar 2009

Mökkurkálfur í burðarliðnum

Nú er funda þingflokkar í sölum Alþingis. Vandamálið er að koma svo að lítið beri á hræinu af eymdarstjórn Geirs og Ingibjargar út úr Alþingishúsinu og helst stjórnmálasögunni.

 

Stólaskipti parsins þannig að Ingibjörg tæki að sér forsætisráðuneytið en eftirléti Geiri utanríkisráðuneytið yrði ekki til annars en hræið risi nú upp tvíhöfða og helmingi ringlaðra en í fyrra lífi. 


Einn möguleikinn er sá Mökkurkálfur gæti fæðst með minnihlutastjórn Ingibjargar og VG sem ætti griðastað á hlöðugólfi framsóknar. Hjartað í Mökkurkálfi gæti verið fengið úr Samfylkingunni.


Það árar ekki sérlega vel í íslenskum stjórnmálum. Og fátt um fína drætti.

4 ummæli:

Unknown sagði...

Mökkurkálfur? Glæsilegt orð. Hvað þýðir það nákvæmlega?

Unknown sagði...

núna þegar allir peningar sem hafa verið og munu verða til á Íslandi eru komnir í skjól í kagabískahafinu (sjóræningjar földu gjarnan feng sinn þar) ætti að vera óhætt fyrir klíkurnar að slaka á klónni
P.S. ekki skálda neitt á þessa síðu Þráinn svo raddirnar sem tala um skáldalaunin þín fari nú ekki að bendla þessa síðu við skáldið

Þráinn sagði...

Tryggvi, blessaður vertu baulið í náhirðinni liggur mér í léttu rúmi, og svo geta smjörklípur alltaf komið sér vel í kreppunni.

Þráinn sagði...

Illugi. Mökkurkálfur var fyrirbæri sem þursar smíðuðu til að berjast við æsi og settu merarhjarta í fyrirbærið. Þegar Þór svo birtist með hamarinn varð Mökkurkálfur svo hræddur að hann mé - og fer svo ekki fleiri sögum af hetjudáðum hans.