miðvikudagur, 21. janúar 2009

Vér mótmælum öll!

Á skrifandi stundu veit ég ekki hvort framhald verður á mótmælum þegar þingmenn eiga að mæta til vinnu í dag kl. 13.30. 


Hitt veit ég að mótmæli eiga eftir að harðna og ofbeldi og eignaspjöll að aukast sem og hættan á tjóni á lífi og limum fólks. Stigmögnun ofbeldis er algjörlega á ábyrgð “óeirðasveitar” lögreglunnar sem allt frá mótmælum vöruflutningabílstjóra í haust hefur gengið fram sem versti skríll.


Ábyrgðina á fasista framgöngu skrílmenna í lögreglunni ber að sjálfsögðu ríkisstjórn sem streitist við að sitja án umboðs og tengsla við þjóðina.


Það er með þungum huga sem ég skrifa þessar línur. Það er óskemmtilegt að sjá fyrsta íslenska lýðveldið liggja í fjörbrotunum. Stjórn mannleysunnar Geir Haarde hvílir eins og mara á þjóðinni. Þeirri martröð verður að linna. Vér mótmælum öll!

5 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Já!
Ertu búinn að sjá þessar myndir? :
http://stjaniloga.blog.is/blog/stjaniloga/entry/777079/
http://stjaniloga.blog.is/blog/stjaniloga/entry/777781/

pjotr sagði...

Heil Haarde !!!

Íslenskur FASISMI er raunveruleiki.

Telma Björk sagði...

Nú get ég ekki orða bundist, var á þessum mótmælum í gær og fylgdist með. Hef ekkert yfir vinnubrögðum lögreglu að segja, fannst þeir standa sig vel miðað við gífurlegt álag. Hinsvegar blöskraði mér að sjá fólk kasta grjóti og glerflöskum í átt að lögreglumönnum. Það eru einstaklingar innan mótmælenda sem ganga ekki heilir til skógar og koma þeir illu orði á annars góð og kraftmikil mótmæli, Mér sýnist þú hinsvegar vera staðráðinn í að gera lögregluna að einhverjum óvini fólksins og þykir mér það miður.

Eiríkur

Þráinn sagði...

Ágæti Eiríkur. Nú get ég ekki heldur orða bundist. Ég er ekki að "reyna að gera lögregluna að óvini fólksins". Ég hef alla mína verið löghlýðinn borgari, en mér blöskrar að sjá villidýr sem á vegum hins opinbera eru dubbuð upp í full herklæði og fá leyfi til að svala sadisma sínum á venjulegum borgurum leggjandi sérstaka áherslu á að berja og fjötra og misþyrma börnum og unglingum. Þetta sá ég með mínum eigin augum í gær og það var hræðileg sjón.

Sigga Lára sagði...

Fólk er lifandi og finnur til.
Hús eru ekki lifandi og finna hvorki fyrir eggjum né skyrslettum. Er ekki eitthvað rangt við að berja megi fólk til að verja hús?

Menn tala um peningana sem þessar aðgerðir til endurreisnar lýðræðis kosti. (Sem eru ekki upphæðir miðað við það sem sitjandi ríkisstjórn hefur kostað þjóðarbúið.)

En eru útlimir og augu mótmælenda minna virði en rúður Alþingishússins, á nýja Íslandi?