miðvikudagur, 28. janúar 2009

Hendur og ermar á 100 dögum

Ef þessi ríkisstjórn sem nú er verið að skipuleggja á að lifa í sögu og ljóði er eins gott að hún átti sig á því að hún hefur lítinn tíman til stefnu til að hrinda í framkvæmd miklum breytingum. Seðlabankaúthreinsun, innherjabullan í forsætisráðuneytinu. Allt eru þetta ljúffengir forréttir að því sem í vændum er. 


Snú eru um 100 dagar til stefnu. Sé stjórnin með skynsamlegar hugmyndir er örugglega ekki frágangssök að að hagræða samningum við AGS.


Sé stjórnin með langa lista yfir skuldir bankanna er á móti hægt að sjá hvernig til skuldanna var stofnað og hvar féð er niðurkomið. Ef lagaheimild skortir til að njósna um og hundelta þjófa og frysta eignir þeirra er slík lagasetning forgangsatriði.


Á sama tíma þarf að sitja yfir sparnaðarráðgerðum og skera niður óþarfa bruðl og snobb og mannfjölda í Utanríkisráðuneyti með sérstaka áherslu á óþörf sendiráð og varnarmálastofnun. Setja má upp nefnd fyrrverandi heilbrigðisráðherra og samræma hugmyndir þeirra um sparnað í heilsukerfinu. Fækka þarf ráðuneytum til frambúðar.


Stórefla þarf efnahagsbrotadeild lögreglu og draga að sama skapi úr fjármögnun á óeirðasveitum Björns Björnsson.


Ef það tekst að koma skikk á ringlulreiðina á næstu 100 dögum þá er það all nokkur árangur. 


Til hliðar þarf að undirbúa kosningu stjórnlagaþings og jafnframt atkvæðagreiðslu um hvort sækja skulu um Evrópusambandsaðild. Lifi lýðræðiðl

1 ummæli:

Björn Jónasson sagði...

Þú ert ráðinn, Þráinn.