laugardagur, 3. janúar 2009

Illstyrmislegar hækjur/dækjur/skækjur

Gegnum sín flokkslituðu gleraugu grillir Steingrím J. Sigfússon í rauðgrænan ráðherrastól handan við næstu þingkosningar. Þessi draumsýn er svo heillandi fyrir atvinnupólitíkus að hann gleymir því að það eru "einnar bókar menn" í pólitík sem hafa komið þjóðinni í vandræði sem verða ekki leyst af "annarrar bókar mönnum". 


Í Evrópusambandsmálum segja Vinstrigræn "nei" meðan Samfylking segir "já". Vinstrigræn og blái Flokkurinn eru hins vegar á einu máli um "illstyrmislega blágræna þjóðrembu- og einangrunarstefnu" gagnvart Evrópusambandinu.

Framtíð þjóðarinnar byggist hvorki á því hvort rauðgræningjar eða blágræningjar fá hér ráðherradóm með tilheyrandi eftirlaunaréttindum heldur á því hvort hægt verður að greiða núverandi hækjum/dækjum/skækjum rauðblágrænt banahögg í næstu kosningum og losa okkur upp úr hjólförum innvígðrar og innmúraðrar spillingar,dugleysis, helmingaskipta og hagsmunagæslu. 

2 ummæli:

Carlos sagði...

Nákvæmlega. Sérstaklega síðasta setningin (þessi laaaanga).

pjotr sagði...

Gæti ekki verið meira sammála. Ég segi bara eins og unglingarnir "þetta lið er geímóver".