þriðjudagur, 20. janúar 2009

Faðirvor og þvagleggur

Nú hafa borist þau tíðindi frá Selfossi að okkar blíðlyndi dómsmálaráðherra hafi stigið ofan á frakkalafið hjá Þvagleggssýslumanninum og sagt honum að storka ekki gjaldþrota fólki að óþörfu.


Sá borðalagði hefur beðist fyrirgefningar og kveðst ætla að sýna ítrustu mildi - eftir því sem lög frekast leyfa við skuldunauta.

Ekki er þó talið að dómsmálaráðherra hafi sagt undirmanni sínum að beita ákvæðum faðirvorsins á skuldunautana heldur látið duga að banna honum að leggja þá í járn.

2 ummæli:

Bjarni sagði...

Ég þekki Ólaf mjög vel persónulega. Hann er mikið ljúfmenni en notar stundum aðferðir sem fara vissulega í fínar taugar sumra.

Hér er hann að beita sniðugum bragarhætti til að þylja níðvísur á Kerfið.

Hann setur í perspektív, hve vanmáttugir venjulegir fátækir menn eru gagnvart svona kröfum. Lögin eru ótvíræð og skyldur Sýslumanna einnig um að sækja menn til gerðar.

Hinsnvegar eru yfirvöld gersamlega m´ttlaus gagnvart ríkum mönnum, sem hafa aðgang að tískulögmönnum og fjölmiðlum.

Dæmin sanna allt þetta og meira til.

Hér beitir Ólafur því eina vopni, sem er til varnar skuldurum og hefur nú BEINA SKIPUN frá sínu yfirvaldi, að fara varlega gagnvart skuldurum.

Meginmarkmiði náð.

Góður drengur Ólafur.

nafnlausi Bjarni

Björn Jónasson sagði...

Ekki tíðkast þvagleggir í öðrum sýslum. Eða í öðrum siðuðum löndum. Ekki heyrðist múkk frá Steinunni Valdísi, sem telur að jafnrétti snúist um að yfirstéttarkonur fái sjálfkrafa pláss við kjötkatlana. Það má fara illa með aumingjana, bæði konur og karla.
Þvagleggur skuldaraþyrmir, traðkar nú ekki beinlínis í dómgreindinni.