fimmtudagur, 22. janúar 2009

Áframhaldandi dauðadans

Samfylkingin sem ævinlega virðist taka versta kostinn þegar fleiri eru í boði er líkleg til að reyna að hanga áfram í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum fram að vorkosningum sem óhjákvæmilegt er að boða til. Með þessu móti samfylkir Samfylkingin enn með Sjálfstæðisflokknum og undirbýr sig að axla ábyrgðina á hruni samfélagsins og því stjórnleysi og sluddmennsku sem við tók.


VG og Framsókn munu að sama skapi eflast við þetta óvænta forskot inn í komandi kosningabaráttu.


Líklegt er þó að einhverjir Samfylkingarmenn muni una illa við þá sjálfseyðingarhvöt sem birtist í áframhaldandi dauðadansi með Sjálfstæðisflokknum.

3 ummæli:

pjotr sagði...

Því miður óttast ég að Samfylkingarforystan sé að fremja pólitískt "HARAKIRI" þessa dagana. Gott fyrir alla - nema þann hluta íslenkrar alþýðu sem trúir á útþynnta hugmyndafræði demókrata og undralausn evrópubandalagsins. Máli er einfalt stéttabaráttan mun harðna og verða enn perasónulegri. Best væri að forsetinn grípi í taumana og neyddi þetta fólk til aðgerða.

Unknown sagði...

Viltu ekki bíða þar til að Ingibjörg kemur heim á morgun? Held að þú hafir lesið allt of mikið í það sem hún sagð. Og ekki hlustað á það sem hún sagði t.d. að hún vildi ekkert segja um hvort að samstarfi yrði haldið áfram við Sjálfstæðisflokkinn. Hún vildi aðeins starfhæfa stjórn.

Þráinn sagði...

Jú, Magnús, auðvitað neyðist ég til að bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar komi heim á morgun á leið frá einu sjúkrahúsi á annað. Ég óska henni góðs og skjóts bata um leið og ég harma hvernig ástatt er fyrir henni og Samfylkingunni. Það má vera að Ingibjörg vilji mynda stjórn með VG (og leyfa Steingrími að afþakka lán AGS) eða með VG, Frjálslyndum og Framsókn en þá stjórnmálamannalatínu sem hún talaði í viðtali við RUV skildi ég sem svo að hún vildi halla sér að Geira fram að kosningum.