Þvagleggur sýslumaður á Selfossi hefur ákveðið að gefa út handtökuskipan á þrjúhundruð og sjötíu einstaklinga sem ekki hafa skilað sér í fjárnám hjá embættinu á Selfossi. Fólkið verður handtekið á heimilum sínum eða vinnustöðum og fært fyrir sýsla eða fulltrúa hans.
Þvagleggur sýslumaður hefur greinilega ekki tekið eftir því að hér á landi ríkir mesta efnahagskreppa sem yfir landið hefur dunið síðan Rolling Stones tóku að leika saman á hljóðfæri og ástand efnahagsmála með vægast sagt óvenjulegu móti.
Hinum ofbeldishneigða sýslumanni er nokkur vorkunn því að yfirmenn hans í ríkisstjórninni virðast ekki heldur gera sér grein fyrir alvöru ástandsins.
Í dag er hægt að senda Þvagleggi sýslumanni og öðrum óhæfum yfirvöldum skýr skilaboð með því að taka þátt í ALLSHERJARVERKFALLI um eitt-leytið og mæta og láta til sín heyra við ALÞINGISHÚSIÐ.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli