sunnudagur, 25. janúar 2009

"I'll be back"


Hinir skynsamari í hópi yngri stjórnmálamanna í Samfylkingunni virðast hafa áttað sig á því að ríkisstjórnin nýtur ekki trausts almennings. Þannig að vandséð er um framhaldslíf stjórnarliða í stjórnmálum eftir að þessari stjórn hefur verið slitið.


Sá skynsamasti í hópi yngri stjórnmálamanna í Samfylkingunni, Björgvin G. Sigurðsson, mun hafa sent Geir Haarde lausnarbréf sitt í morgun. Á þennan hátt eykur Björgvin mjög líkur sínar á framhaldslífi í stjórnmálum.


Aðeins eina stutta setningu vantaði í lausnarbréf hans: “I’ll be back!”

Engin ummæli: