þriðjudagur, 27. janúar 2009

Betlibréf Gunnars Páls

Um heilindi út frá þeim upplýsingum sem fyrir liggja:


Gunnar Páll Pálsson gerir nú örvæntingar fullar tilraunir til að hanga í formannsstarfi áfram eftir fjármálafimleika sína hjá Kaupþingi. Nú fara í hönd kosningar hjá VR og í því tilefni hefur Gunnar Páll skrifað trúnaðarmönnum félagsins bréf sem gerir lítið úr yfirsjónum hans en mikið úr meintri yfirbót.


Gunnar Páll segir m.a. í betlibréfi sínu: “Að undanförnu hefur verið mikið fjallað um mig og störf mín fyrir Kaupþing í fjölmiðlum. Sumt af því er hreinlega ósatt og annað slitið úr samhengi. Þær ákvarðanir sem ég stóð að í september sl. í stjórn Kaupþings voru teknar miðað við fyrirliggjandi gögn um að bankinn væri fjármagnaður næsta árið. Það hvarflaði aldrei að mér, frekar en öðrum, að bankakerfið myndi hrynja. Ég starfaði að fullum heilindum út frá þeim upplýsingum sem fyrir lágu.”


Full heilindi Gunnars Páls “út frá þeim upplýsingum sem fyrir lágu” hafa allar götur síðan verið mörgum mönnum áhyggjuefni. En - sem sagt - hann segist ennþá vera stútfullur af heilindum - að minnsta kosti út frá þeim upplýsingum sem fyrir liggja hverju sinni.


Hinn formannskandídatinn Lúðvík Lúðvíksson hefur ekki skrifað samskonar betlibréf, enda má reikna með að hann sé fullur af heilindum burtséð frá hvaða upplýsingar liggja fyrir hverju sinni.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"... má reikna með að hann sé fullur af heilindum burtséð frá hvaða upplýsingar liggja fyrir hverju sinni ..."

Prestur, fullskrýddur hefði ekki getað orðað þetta betur í stólræðunni á fyrsta föstusunnudegi.

Unknown sagði...

Hagfræðingur myndi segja að heilindi Gunnar Páls væru óskilvirk.

Bryndís sagði...

Eru þeir ekki 3 í framboði, ekki bara Gunnar og Lúðvík.

Ágúst Guðbjartsson sagði...

Sæll
Hinn lokaði trúnaðarráðsfundur var í gær og var mögnuð samkoma Gunnar Páll fékk yfirburða kosningu og allir sem voru kosnir í stjórn komu úr valdaklíkunni.
Ef þú kíkir á bloggið mitt þá sérðu það betur en.
Fyrsta lota er búin.

Þráinn sagði...

Halló Bryndís. Jú, það er einn enn í framboði. En það lítur ekki út fyrir að áhugi sé á því meðal trúnaðarmanna VR að hrófla við þessum gerspillta heilindamanni.