Ný ríkisstjórn hvernig svo sem hún verður í laginu þarf að leggja grundvöll að starfi stjórnlagaþings til að semja nýja stjórnskipan handa Íslenska lýðveldinu nr. 2 eftir hrun þess fyrsta.
Í fyrsta lagi þarf ný ríkisstjórn að boðað nýjan kjördag í vor og starfa síðan sem starfsstjórn til þeirra kosninga. Í annan stað þarf hún að hafa frumkvæði að því að boða til kosninga um Almannaþing sem hefur þann tilgang að annast stjórnlagavinnuna.
Við bankahrunið kom í ljós að stjórnkerfi okkar er ekki þess umkomið að takast á við eðlilega og heilbrigða stjórnsýslu. Fyrsta íslenska lýðveldið riðaði til falls. Afsögn Geirs Haarde og skipan nýrrar starfsstjórnar, utan þings eða innan, boðaði jafnframt að fyrstu skrefin verði stigin til að endurreisa lýðræði hér á landi og byggja upp nýtt lýðveldi án áþjánar spilltra stjórnmálaflokka.
Ef núverandi flokkar ætla sér að gleyma stjórnlagaþinginu verða þau mótmæli sem stjórn Geirs Haarde mátti þola eins og englasöngur í samanburði við þau sem í vændum eru.
Úthreinsun úr Seðlabanka og Fjármálaeftirliti er þegar hafin. Það tekur ekki langa stund að losna við innherjaráðuneytisstjórann í fjármálaráðuneytinu, svo að það er ekki eftir neinu að bíða.
4 ummæli:
Stjórnlagaþing er krafa Framsóknar af hún ætlar að verja stjórnina falli. Efast um að hún sé frávíkjanleg!
Thad er ekki nog ad reka raduneytisstjorann - thad tharf ad rannsaka mal hans og draga hann fyrir domsstola.
Heyr, heyr! Það er ekki spurning að þegar kemur í ljós að núverandi leikreglur leyfa "svindl" þá þarf að endurskoða þær. Þetta á við í öllum spilum, líka Íslandsspilinu.
Bæði Samfylking og VG hafa vilja til að efna til stjórnlagaþings. Ég trúi þeim heimildarmanni sem tjáði mér svo. Þangað til annað kemur í ljós...
Skrifa ummæli