laugardagur, 24. janúar 2009

Hroki og valdafýsn

Með hroka sínum og valdafýsn hefur Ingibjörgu Sólrúnu tekist að reka fleyg milli um 80% þjóðarinnar og Samfylkingarinnar. 


“Þið eruð ekki þjóðin,” hefur hún ítrekað sagt við fólkið í landinu og neitað að ljá máls á því að hætta að halda lydduríkisstjórn Geirs Haarde við völd.


Til þess arna hefur hún haft stuðning ráðherraliðs Samfylkingarinnar sem límt hefur sig við ráðherrastólana, en nú er vaxandi kurr í þingliði án ráðherrastóla og stuðningsmenn utanþings taka mótmælum gegn ríkisstjórninni með fagnaðarópum og lófataki.


Hroki og valdafýsn leiðir til ógæfu. Nú má hver maður kjósa sér örlög og sömuleiðis hver stjórnmálaflokkur. Verra er þegar hroki og valdafýsn kalla vandræði yfir heila þjóð. Þá er tími til kominn af taka valdið frá hinum valdasjúka og eftirláta honum hrokann að verjast með.


Burt með ríkisstjórn hroka og vanhæfni! Núna!

8 ummæli:

photo sagði...

Hrokamein verður krabbamein!

pjotr sagði...

Þetta er fársjúkt fólk - bæði andlega og líkamlega.

Ágúst Guðbjartsson sagði...

Sem fyrrverandi kjósandi Samfylkingar er ég alveg sammála þér það er líka ömurlegt að heyra ennþá í Samfylkingar fólki sem dásamar Ingibjörgu hún yfirgaf jafnaðarmenn fyrir nokkru síðan og féll fyrir því að vald væri betra á bragðið en hugsjón.

Bjarni sagði...

Þegar ég ligg í heita pottinum mínum, sem er raunar aflagt fiskikar,sem lokið hefur opinberu verki sínu og fullgert það sem til þess var ætlast, í Ketilhúshaga og horfi með aðdáun a´tiltölulega djúpan ,,læk" sem í hógværð rennur djúpur og nokkuð breiður miðað við nafngiftina ..Lækur". Fer hugurinn stundum á eittvert andsk. rek. Fer að hugsa hve margir menn leggja mikla orku í að tala illa um náungann, náunga sem gæti alveg að jöfnu verið með manni að moka undan skepnum og æfa ræður , jafnvel framboðsræður.

Ein ræma innihélt einmitt svoleiðis ræðuhöld.

Nú þegar Sonur Kögunar og Radarstofnunar hefur tekið við Framsókn ogalveg þveginn eins og ungabarn, sækir þessi sena nokkuð á mig.

Leikarinn var í raun ekkert að moka skítnum út, heldur bara að gaufa við að malla í honnum.

Helvíti held ég, að margir sem eru nú sannfærðir um eftirspurnina eftir þerra starfskröftum séu eins.

Annars

Megi Hinn Hæsti Höfuðsmiður Himins og Jarðar leiða þig inn í ljósið og við verðum vitni að því, að hið fallega íslenska orð ..Upplýsing" fái uppreist æru en ekki bara pólitíkkusar

Mibbó
Íhald í góða siði og gildi

ÞA sagði...

Blessður
veistu - ég hef alltaf haldið dálítið uppá þig sem dagbókarrithöfund í Fréttablaðinu en skal játa að ekki hef ég nú lesið margt annað eftir þig þó það hafi allta fstaið til bóta.
Nú finnst mér þú hins vegar skjóta svolítið yfir markið.
Ég, sem "wannbe" rithöfundur veit það að bestu pistlarnir eru hnitmiðaðir, stingandi en lausir við grófan skít. Best er að lesa um kurteisa en virkilega stingandi gagnrýni. Eitthvað sem þeir sem eiga það og aðrir segja "ái" yfir.
Sem þyggjandi launa af skattborgurum þessa lands finnst mér þú eigir að leggja þig allan fram við að koma þinni gagnrýni fram á málefnalegan hátt og ekki gefa höggstað á þér fyrir "ungdómslegt" skítkast og orðafæri.
Það er þetta flotta orðafæri sem stingur en er ekki subbulegt sem skilur að rithöfund og hina.
Ritskoðun er svo að sjáfsögðu engu rithöfundi samboðin, þá missir málfrelsið marks.

Unknown sagði...

Ingibjörg er hin ágætasta kona.
Rétt er hjá þér, vandamál hennar er stjórnhroki.
Menn voru alveg ótrúlega fljótir að gleyma hörmulegri stjórn hennar á Reykjavíkurborg síðstu mánuðina eða ár fyrir brotthvarf.
Góð byrjun R-lista snerist þannig upp í tómt rugl í restina, að vísu með smá vonarneista þegar Þórólfur Árna kom ferskur inn og hóf skammvinna tiltekt.
Legg til að þú takir upp fyrri iðju og gerir tvær nýjar bíómyndir, Viðskiptalíf og Flokkslíf.
Efniviðurinn er svo sannarlega til staðar, efniviður í dramafarsa af áður óþekktum fáránleika.

Þráinn sagði...

Ágæti ÞA.
Ritskoðun er mjög alvarlegur gjörningur. Og að bera rithöfundi á brýn að hann stundi ritskoðun er býsna hörð ákæra. Ég hef að sjálfsögðu aldrei á ævi minni stundað ritskoðun, hins vegar hendi ég purkunarlaust öllum þeim út af bloggsíðunni minni sem ekki semja sig að kurteisra manna háttum. Ef menn finna hjá sér þörf fyrir að sýna af sér sóðaskap og dylgjur verða þeir einfaldlega að velja sér annan vettvang en bloggsíðuna til að koma svínseðli sínu á framfæri. Ég trúi því ekki að þú - að athuguðu máli - lítir svo á að mér beri skylda til að birta hér hvaða rugl sem vera kann!
Með bestu kveðju,
Þráinn

Hermann Bjarnason sagði...

Ingibjörg segðu nei, Ingibjörg segðu nei; nei, enginn man.