Ekki er gott að svara því hvort Alþingi sé ósamstíga þjóðinni að yfirlögðu ráði eða vegna sambands- og sinnuleysis þingmanna. Það er heldur ekki auðvelt að svara því hvort á þingi sitji upp til hópa fólk sem er menningarlega og siðferðislega á lægra plani en meðaltal þjóðarinnar.
Ef þingheimur endurspeglar ekki þjóðina og leggur sig ekki í líma við að hlíta vilja hennar þá er það ekki þjóðinni að kenna. Mannkynssagan bendir til þess að þingmenn geti verið lélegri en þjóðir þeirra verðskulda. Fá ef nokkur dæmi eru um þjóðir sem eru dragbítar á þingmönnum sínum.
Margt bendir til þess nú um stundir að traust og virðing þjóðarinnar fyrir Alþingi sé í sögulegu lágmarki. Það þýðir að atgervisbrestur steðjar að Alþingi. Orsök þess að þjóðin situr uppi með þing sem er lélegra en hún verðskuldar er að öllum líkindum að finna hjá stjórnmálaflokkum, en flokkur hefur svipaða stöðu gagnvart stjórnmálamönnum og umboðsmaður gagnvart einhverri söluvöru, kextegund eða hljómsveit.
Góðir umboðsmenn leggja metnað sinn í að bjóða upp á úrvalsvöru. Lélegir umboðsmenn bjóða upp á hvaða rusl sem þeir telja sig geta svindlað inn á viðskiptavini, meira að segjað maðkað mjöl. Samkvæmt þessu eru stjórnmálaflokkarnir lélegir umboðsaðilar. Við ættum að hætta að nota þá sem milliliði við að útvega okkur ómaðkaða þingmenn.
2 ummæli:
EINA SKÝRINGIN á óskiljanleika "ríkisstjórnarinnar" og sambandsleysi hennar við íslenskan almenning er að hún hafi völd og aðhyllist hagsmuni sem standast ekki lög og þola því ekki dagsbirtuna = Íslandi er "stjórnað" af GLÆPAKLÍKU(M). - Og nú, ofan á allt annað, biðla Vinstri grænir um samstarfs við Samfylkinguna ... Ísland = vonlaust case.
Ef íslenskt samfélag á að eiga sér viðreisnar von þarf að eiga sér stað grundvallar endurnýjun innan hinna hefðbundnu flokka. Þar sem svo vrðist sem önnu öfl eigi vart möguleika á því að komast til valda (aðallega vegna fyrirkomulags og reglna sem "gömlu" flokkarnir hafa sett) virðist eina ráðið að gera áhlaup inn í flokkana og koma hæfum einstaklingum þar að.
Skrifa ummæli