föstudagur, 23. janúar 2009

Olli álagið sjúkdómi og sjúkdómurinn getuleysinu?

Ég veit ekki hvort kom fyrst álagið í starfinu og olli sjúkdómnum.

Eða sjúkdómur sem olli getuleysi í starfi.


Ég óska þeim báðum Ingibjörgu Sólrúnu skjóts og góðs bata, en fer jafnframt fram á að þau stígi þegar í stað til hliðar og hugsi sér ekki til endurkomu í stjórnmál fyrr en fullum bata er náð.


Næstu vikur í íslenskum stjórnmálum krefast fullrar einbeitingar og óskertra starfskrafta. Það kemur maður í manns stað og enginn er ómissandi.


Bið ykkur svo lengstra orða að fá ekki stórmennskubrjálæði á sjúkrahúsum ykkar og heimta byggingar á hátæknisjúkrahúsum ef þið eigið afturkvæmt til vinnu.

15 ummæli:

pjotr sagði...

Ef þau "þjóðarhjúin" GHH og ISG væru dráttarhestar varðaði það við dýraverndunarlög að láta þau vinna áfram.
Er ekki hægt að víka þeim til hliðar af mannúðarástæðum ?

Kviknakta spunakonan sagði...

Sumir eru hallir undir þá kenningu að vond samviska kristallist í vefjunum.

Ég á t.d. afar erfitt með að kyngja framkomu D.O. og er þó ekki í áhættuhópi!

pjotr sagði...

Kviknakta spunakonan skrifar: "Sumir eru hallir undir þá kenningu að vond samviska kristallist í vefjunum."
DOddson, Dóri, GHH, ISG - tilviljun ?
Þarf ekki að senda alla ríkisstjórnina og áhangedur hennar í "hefðbundna" læknisskoðun ?

Ólína sagði...

Elsku haldiði aftur af meinfýsninni. Fólkið er veikt, veitum því frið.

Tek hinsvegar undir með Þráni, þau eiga að víkja til hliðar úr landsstjórninni á meðan þau vinna úr sínum áföllum.

Baldur - hinn eini sanni sagði...

Sé nú bara nákvæmlega ekkert athugavert við þessa færslu Þráins (hún hefur verið fordæmd hér og þar í Bloggheimum). Vitað er að forsvarsmenn ríkisstjórnar hverju sinni eru undir miklu álagi. Og það er staðreynd að Davíð, Halldór, Ingibjörg Sólrún og nú Geir hafa greinst með erfiða sjúkdóma á meðan þau voru í starfi. Þetta kallar á læknisfræðilegar rannsóknir. Hlutur streitu sem krabbameinsvaka er lítt sem ekkert rannsakaður.

Mótmælin, sem Hörður Torfa og þúsundir annarra standa að, munu halda áfram. Stjórnin situr enn, spillingaröflin eru enn að. Óljós dagsetning kosninga breytir þar engu um.

Bataóskir til allra sjúkra. Megi kosningar forða okkur frá því að núverandi stjórn leggi heilbrigðiskerfið í rúst.

Unknown sagði...

Ég vona að þegar þú Þráinn greinist með sjúkdóm þá verði fólk tilitsamt við þig.

eidur sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Baldur - hinn eini sanni sagði...

Skelfingar viðkvæmni er þetta í tilsvörum hér. Sennilega skyld íslensku "hetjulundinni"; þeirri hinni sömu og segir fólki að mæta veikt í vinnuna. Þótt það geri þar nákvæmlega ekkert gagn.

Veikt fólk á að halda sig heima. Punktur.

Kviknakta spunakonan sagði...

Æi, er nema von að krabbameinfýsin nái tökum á fólki.

Þetta er syndróm sem sprettur af maraþon-lítilsvirðingu stjórnvalda á almenningi.

Hversu margir greindust með krabbamein í liðinni viku?

Hverjar eru batahorfur og aðstæður þessa fólks?

Fá allir meðhöndlun á I. farrými?

Svo fá allir Faríseaflog af því að Hörður Torfason spyr kurteislegrar spurningar sem þorri þjóðarinnar var að velta fyrir sér.

Þráinn gefur þó tækifæri til andsvara - sem er meira en margir sem taka stórt upp í sig á Eyjunni og víðar í dag!

Ég vildi gjarnan að skrápurinn á mér væri mýkri!

Virðingarfyllst,
Linda María Magnúsdóttir.

Þráinn sagði...

Ágæti Edvald. Jú, takk, ég hef líka prófað að vera alvarlega veikur og komst að því að það hafði áhrif á andlega og líkamlega getu mína til starfa. Leitt en svona var það hjá mér.

pjotr sagði...

Sjálfstæðisfólkið er í sorgarferli. Sumir eru hræddir, aðrir í afneitun, margir reiðir og svo mætti lengi telja. Allt þetta moldviðri vegna meintra veikinda foringjans er sumum meira að segja ágætis ástæða til að reyna að beina athyglinni frá kjarna málsins sem er að Geir Hilmar Haarde hefur leitt einhverja vanhæfustu ríkisstjórn seinni tíma á norðurhveli jarðar og þó víðar væri leitað. Sjálfstæðisfólk sem vart hefur sést á blogginu sl 15 vikur ryðst allt í einu fram í dag og hellir sér yfir Þráinn Bertelsson og Hörð Torfa með offorsi og vandlætingu.
Er ekki allt í lagi ?

Unknown sagði...

Aðgát skal höfð í nærveru sálar...
EN veikindi flokksforingjanna eiga ekki að skapa trausti rúnum ráðherrum ríkistjórnarinnar eða embættismönnum pólitískt skjól fram til 9. maí

Þráinn sagði...

Að standa með tárin í augunum og vilja ekki ræða annað en bágt heilsufar stjórnmálamanna er smjörklípa af myndarlegustu sort. Mótmælin snúast ekki um heilsufar stjórnmálamanna heldur um stjórnarfarið í landinu. Sem er alvarlega veikt.

Kviknakta spunakonan sagði...

Þessi ríkisstjórn klípur smjör af hverju nástrái!

Jóhanna G sagði...

Íslenska lýðveldið er alvarlega veikt það má segja að það sé haldið mjög langt komnu illkynja krabbameini sem hefur náð að þróast í skjóli spillingar og blindu græðginar. Óvíst er um batahorfur en þær eru ekki glæsilegar. Líkur eru á að meinið mun draga íslenskt lýðveldi til dauða og skilja eftir þegna sína alsnauða og í sárum. Tveir forystumanna hafa greinst með alvarlegan sjúkdóma og eru viðbrögðin við þeim skjót og góð. Bíðum með viðkvæmni og slepjuleg ummæli sem tíðkast í minningagreinum um látna vini og ættingja.
Þrátt fyrir veikindi forystumanna okkar er ástandið í stjórnmálum áfram gagnrýnisvert og þörf er á að bregðast skjótt við því krabbameini sem er að draga íslenska lýðveldið til dauða.