mánudagur, 26. janúar 2009

Geir langefstur miðað við fólksfjölda

Samkvæmt visir.is er Geir H. Haarde forsætisráðherra Íslands á lista yfir 25 menn sem breska blaðið Guardian birtir í dag og segir að beri ábyrgð á efnahagshruni heimsins.


Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna er efstur á listanum, næstur kemur Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og þar á eftir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.

Sé miðað við fólksfjölda á bakvið hvern og einn á þessum heiðurslista kemur enginn annar en Geir H. Haarde til greina í fyrsta sætið með góðri aðstoð besta vinar síns í Seðlabankanum.

1 ummæli:

Tryggvi Edwald sagði...

Enda trúlegt að sagan setji eftirmæli við feril Geirs eitthvað á þessa lund:

Geir Haarde var fremstur meðal þeirra landráðamanna og -kvenna sem urðu þess valdandi í byrjun aldarinnar að íslenska þjóðin glataði sjálfstæði sínu."