mánudagur, 26. janúar 2009

Kvöldbæn 26. jan. 2009

Í náttmyrkri þeirrar sögulegu nætur sem nú grúfir yfir Bessastaði glóir á stjörnurnar eins og demanta langt úti í geimnum.


Hnipna þjóð í vanda yfir kæruleysi og uppivöðslusemi stjórnmálamanna sinna dreymir um að útrásarforinginn á Bessastöðum vaki í nótt og horfi til stjarnanna.


Og í fyrramálið leggi hann á borð með sér að hætti útrásarvíkinga nýja ríkisstjórn eins og demantsfesti til að skipuleggja líkvöku fyrsta íslenska lýðveldisins og gulltryggja stofnun þess næsta í samræmi við vilja þjóðarinnar - sem er langþreytt á pólitísku hrossabraski stjórnmálaflokkanna, spillingu, sjálftöku, ofurvaldi ríkisstjórna og samkrulli framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Og langþreytt á hroka í stað verka, valdníðslu í stað þjónustu. Kannski rætist líka óskin um náungakærleika - án nepotisma?


Guð blessi þjóðinni nýjan músajeffsdemantsskreyttan dag að loknum þessum þrengingum.

1 ummæli:

Riflepro sagði...

Við þurfum utanþinsstjórn í 2 ár.
Nýja Stjórnarskrá á Stjórnlagaþingi.
Ég hvet alla sem geta að setja link á Nýtt Lýðveldi inn á blogg og
eða vefsíður.

Hér er öflugur linkur: http://www.larouchepac.com/ fyrir lýðræðis unnendur.

Nýtt Lýðveldi skjótt.