mánudagur, 5. janúar 2009

Alltaf sami brandarakallinn!

Styrmir Gunnarsson er alltaf sami brandarakallinn! 


Á fundi hjá Flokknum í Valhöll sagði hann: „Svar mitt við spurningunni um umboðið frá landsfundi er skýrt og einfalt. Landsfundur á að fela forystumönum flokksins að standa vörð um ótvíræð og afdráttarlaus yfirráð yfir auðlindum okkar."   
 
Hingað til hef ég haldið að Flokkurinn væri himinsæll með að hafa allt draslið í einkaeigu, fiskinn í sjónum, einkavæddar orkulindir, banka og helst heilbrigðiskerfið líka þannig að hægt sé að einkavæða meira að segja sjúkdómana. Það sem gamli Blámann á við er að það sé óskemmtileg tilhugsun ef útlendingar færu að blanda sér í einkarétt Flokksins á að rýja íslenska sauði. 

Það er þess vegna sem Styrmir er svona hulduhrútslegur í tali.

2 ummæli:

Ísak Harðarson sagði...

Sorglegt að Íslendingar neyðist til að ganga í Evrópusambandið til að verjast sjálfum sér. Sú er eina ástæðan fyrir inngöngu!

Unknown sagði...

Hann á auðvitað við flokkinn þegar hann talar um "okkar". Það eina sem við fáum eru skuldirnar sem flokksfélagarnir hafa steypt sér í, en evrópusambandið er búið að tryggja að við fáum að borgum þær fyrir þá. Gleðilegt nýtt ár :)