miðvikudagur, 28. janúar 2009

Jóhönnu-dagar

Minn dagur mun koma, sagði hún. Og nú er sá dagur upp runninn.


Þeir sem standa höllum fæti í samfélaginu hafa örugglega ástæðu til að fagna og treysta góðum vilja Jóhönnu Sigurðardóttur. En nú er verkefni hennar stærra en að fylgjast með og verja hag þess fjölda sem stendur tæpum fótum í samfélagi okkar.


Samfélagið riðar til falls. Atvinnuleysi. Skuldir. Gjaldþrot. Ringulreið. Nú er þörf á skarpri sýn. Snöggri forgangsröðun. Og umfram allt að vinna traust þjóðarinnar með því að byrja á að taka í taumana í seðlabanka og gefa innherjaráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis selbita.


Ríkisstjórn sem ætlar sér af á von um að geta komið í verk því sem mest er áríðandi.

Ríkisstjórn sem ætlar að leysa öll mál í einu á innan við 100 dögum er einskisnýt.


Ríkisstjórn sem sýnir mýkt og mannlegan skilning á fórnarlömbum þessa ástands mun finna hljómgrun með þjóðinni, ef hún sýnir að sama skapi hörku og ýtrustu lagaheimildir gegn sökudólgum.


Dagur Jóhönnu er runninn upp. Dag skyldi að kveldi lofa en mey að morgni.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Mæltu manna heilastur
kv

Henrý sagði...

Var það ekki „minn tími mun koma?“

Ertu búinn að smíða Frankenstein úr verðandi forsætisráðherra og fyrrverandi borgarstjóra? :-)

Þráinn sagði...

Blessaður Henrý, skáldaleyfi með dag í stað tíma - en Frankenstein eða Stínu hef ég öngva smíðað. Dirty Harry í pilsi eða buxnadragt væri betur til þess fallinn að gerast forsætisráðherra á þessu syndum spillta landi.