föstudagur, 23. janúar 2009

Við vitum og við þurfum

Það sem við vitum í augnablikinu er að báðir leiðtogar stjórnarinnar eru hættulega veikir og verða meira en minna frá störfum á næstu vikum, auk þess sem veikindin hljóta að hafa forgang í lífi þeirra.


Það sem við vitum er að Flokkurinn hefur sett fram hugmynd um kosningar 9. maí og að núverandi drusluríkisstjórn, væntanlega með varamönnum í stað leiðtoga sitji fram að kosningum.


Það sem við vitum er að Geir Haarde ætlar ekki að leiða flokk sinn í næstu kosningum, en það langar Ingibjörgu Sólrúnu gera. Því miður.


Það sem við þurfum ekki seinna en nú þegar er ný stjórn án Flokksins sem óbuguð af heilsufari sínu eða öðrum hlutum tekur til hendinni fram að kosningum sem gætu orðið í apríl. 


Það sem við þurfum er að losna við þá ráðherra sem hafa brugðist í störfum sínum frá því í október.


Það sem við þurfum er snörp starfsstjórn sem hreinsar þegar út í seðlabanka, fjármálaeftirlit, rekur ráðuneytisstjóra innherjann í fjármálaráðuneytinu og lætur rannsaka framgöngu lögreglu í mótmælum undanfarandi mánaða.


Núverandi ríkisstjórn er vanhæf. Burt með hana. Mótmælin halda áfram uns hún gefst upp. Notum síðan tímann til að verja heimilin í landinu, undirbúa nýjar kosningar og nýtt lýðveldi án útbrunninna og óhæfra stjórnmálamanna.

5 ummæli:

Unknown sagði...

Akkúrat !

Unknown sagði...

og akkúrat!

Unknown sagði...

Kæri Þráinn

Þetta er nákvæmlega málið : við verðum að halda fókus !!
Látum ekki teprur og loddara drepa aðalmálum okkar samtíma á dreif !!
Áfram þriðja Lýðveldið !!

p.s. ég tel Þjóðveldið frá stofnun Alþingis á Þingvöllum árið 930 vera #1...

Ingvar (sveitungur frá Prag)

Unknown sagði...

"Ólöglegi" innherjinn sem þú vísar til er í fjármálaráðuneytinu (ekki skrítið að aldrei hafi fallið dómur í innherjaviðskiptum) en ekki forsætisráðuneytinu. Þetta er þó trivial - og mér kæmi síst á óvart þó ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu hafi jafnframt framið slíkt lögbrot - án þess að benda á persónu hans sérstaklega heldur þá staðreynd að kerfið að rotið og spillt alveg inn að litningum.

Þráinn sagði...

Takk Nafni fyrir að benda mér á að hinn spillti innherjaráðuneytisstjóri er auðvitað í fjármálaráðuneytinu en ekki forsætisráðuneytinu. Ég biðst afsökunar á því að hafa ruglað þessu. Baldur heitir delíkvíntinn.