10.056 atvinnulausir eru nú á skrá hjá Vinnumálastofnun, 6.329 karlar og 3.727 konur.
Sá sem síðastur mun bætast á atvinnuleysisskrána er rafvirkinn sem ráðinn hefur verið til að slökkva ljósin þegar síðasti Íslendingurinn flytur úr landi og skilur ríkisstjórnina eftir í svartnætti úrræða- og aðgerðaleysis.
5 ummæli:
Nú eru þeir 10.103 ! and still counting
Svo mun verða, að ég kveiki á bara á grútartýru minni og rýni í skræður þær sem feður vorir létu eftir sig og fjölluðu um eindir mannsins.
Það hefur verið nokkuð drjúg lesning til hungurvöku þekkingar hjá mér. Sannast sagna, hefur mér ofboðið, hve nákvæm þekking var á lestum mannsins og getu til að blekkja, jafnvel hina greindustu menn. Bendi þar á Fóstbræðrasögu og Eglu
Uss, ríkistjórnin verður löngu búin að forða sér áður en við almúginn náum að koma okkur í bátana.
10.129
Hvað haldið þið að gerist þegar venjulegt fólk fer að upplifa sig sem það hafi engu að tapa lengur? Hvernig verða mótmælin þá? Þá þurfa baráttuglaðir lagana verðir annað og meira en gas til að hemja fjöldann. Þá væri ákveðnum aðilum líka hollast að halda sig lengst frá mannabyggðum (sem sumir gera reyndar nú þegar).
Skrifa ummæli