föstudagur, 23. janúar 2009

Lýðræði frestað

Viðbrögð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks við brennandi áhuga fólks á stjórnmálum dagsins er að reyna að þagga umræðuna niður, draga úr henni, fresta henni. 


Samfylkingin hefur frestað framtíðarþingi sínu og Sjálfstæðisflokkurinn er að bræða með sér að fresta landsfundi.


Með þessu telja flokkshestarnir að hægt sé að slá á frest kröfunni um að stjórnin víki, en frestur er á illu bestur.


Ástandið er nú engu að síður þannig að tveir þriðju kjósenda í lýðveldinu styðja mótmælendur sem standa fyrir utan Alþingishúsið en einn þriðji styður umboðslausu blækurnar sem híma í þingsætum inni í húsinu eða sitja sem límdir við ráðherrastóla. Það hefur nefnilega komið á daginn að skríllinn háværi fyrir utan Alþingishúsið er einmitt sá lýður sem er nauðsynlegur í lýð-veldi og lýð-ræði. 


Kosningar 9. maí í síðasta lagi.


Nýja ríkisstjórn 9. febrúar - í síðasta lagi.


Það er ekki góð hugmynd að ætla að fresta lýðræðinu.

2 ummæli:

Andri sagði...

Við mótmælendur látum ekki bjóð okkur uppá þetta! Spái áframhaldandi mótmælun þangað til þetta lið fer frá.

Björn Jónasson sagði...

Ef aðeins eru teknir þeir sem taka afstöðu, þá styðja 72% mótmælin.