sunnudagur, 4. janúar 2009

Að moka VR-flórinn

Ótrúlega ósvífin yfirlýsing frá “stjórn VR” hefst á þessa leið:

„Nokkrir félagsmenn í VR hafa boðað mótframboð til stjórnar VR. Fjölmiðlar hafa birt viðtöl við talsmann hópsins, Lúðvík Lúðvíksson, og þar hefur hann farið mikinn um hversu flókið sé að bjóða fram og kennt starfsmönnum VR um vankunnáttu sína í þeim efnum. Hverjum þeim sem stýra vill 28 þúsund manna félagi verður að vera ljóst að hann verður að treysta á eigin burði til að kynna sér lög og reglur.”

Þetta kemur úr hörðustu átt. 

Fólkið sem skrifar þetta er ekki “stjórn VR” heldur aðeins “meirihluti stjórnar” sem situr í skjóli mjög flókinna kosningareglna. Þær reglur hafa þann megintilgang að fæla óbreytta félagsmenn frá því að skipta sér af stjórn félagsins. Það jákvæða við þessa yfirlýsingu er að hún er kveðja og áminning til okkar allra um nauðsyn þess að moka flórinn reglulega - annars drukkna beljurnar í eigin skít.

9 ummæli:

Unknown sagði...

Þakka þér fyrir Þráinn. Á þennan flór duga varla handskóflur en ég mun halda áfram að moka þartil Gunnar og hanns lið er farið.
kv.
Sigurður

Þráinn sagði...

Blessaður, Sigurður. Ég er nú kannski ekki í æfingu lengur, en sem fyrrverandi kúarektor skal ég glaður hjálpa þér að moka amk. þennan flór.

Ágúst Guðbjartsson sagði...

Sæll Þráinn ég er fór á fundi og á í netsambandi við ýmsa aðila útaf kosningum til stjórnar VR

Vegna yfirlýsingar stjórnar VR.

Ég undirritaður Ágúst Guðbjartsson fór á fund með Starfsmönnum VR til að fá nánari útlistingar á kosningareglum þar sem 20 gr. laga VR er flókin lestur fyrir þá sem ekki kunna að lesa útúr lögum VR.

Það voru þrír starfsmenn VR sem túlkuðu reglunar með mér og komust við að þeirri niðurstöðu að til þess að setja fram mótframboð þyrfti að bjóða fram lista gegn listanum sem kosin væri á fundinum 5 janúar. þá þyrfti í raun að fremja hallarbyltingu sem þýðir að bjóða þar fram formann, stjórnarmenn, varamenn og 82 trúnaðarráðsmenn, þarna þarf maður ekki að hafa boðið sig fram 5 janúar. Ekki er annað að sjá en formaður VR sé á sama máli því ekki þarf Gunnar að óttast ef það er ekkert mótframboð, því til staðfestingar er viðtal á stöð 2 Kvöldfréttir - 23.12.2008

Þetta var túlkun starfsmanna VR. Ekki eins þeirra heldur þriggja. Ef stjórn VR ætlar að skammast út í einhvern fyrir að mistúlka kosningalögin þá á hún að skamma þessa starfsmenn sem sátu fundinn. Svo er ég með tölvupósta sem staðfesta hjálpsemi starfsmanna VR og hef ég þeim bestu þakkir fyrir.

Ef þau hafa ekki kjark til að ræða við starfsmenn sína þá er þeim velkomið að ræða við mig.

Ég er með á hreinu hver túlkunin frá þessum fundi var og hræðist ekki þessa stjórn VR.

Þessi yfirlýsing þeirra sýnir að ekki er um sjálfstæða einstaklinga að ræða heldur hóp sem fylkir sér á bak við Gunnar Pál.

Þó þetta fólk kalli sig stjórn VR sem skrifar undir þá vantar fjórar undirskriftir auk formanns sem ég geri ráð fyrir að þau vilji vernda.

Það að níu af 15 manna stjórn geti kallað sig stjórn án þess að taka fram að þau séu einungis meirihluti stjórnar segir kannski allt um lýðræðið í félaginu.

Ef þessir stjórnarmenn telja að Lúðvík og það fólk sem er í kringum hann sé eingöngu lítill hópur óánægðra félagsmanna, þá er í raun ekkert því til fyrirstöðu að þau bjóði upp á alsherjarkosningu meðal almennra félagsmanna í stað þess að fela sig á bakvið það að eingöngu sé hægt að kjósa hálfa stjórnina í einu. Svo til að glöggva þá sem ekki komust á boðaðan félagsfund á Grand Hotel þá fékk Gunnar Páll yfir 200 undirskriftir svo það á að vera ljóst að ekki er um nokkra óánægða einstaklinga að ræða.

Ágúst Guðbjartsson

Frambjóðandi til stjórnar VR

Þráinn sagði...

Blessaður Ágúst. Það lítur út fyrir að kýrnar ætli ekki að taka vinsamlega á móti þeim sem vilja moka flórinn.

Hlöðver Örn Ólason sagði...

Æi,

Slæmt að missa álit á mínu skemmtilegustu pistlahöfundum en það hef ég gert Þráinn - veit ekki hvert þú ert að far með þín ranglæti og stiðja við bakið á misvitrum mönnum ,Lúðvík og þessi Ásgeir. Ef menn geta ekki lesið reglur félags of skilið þær þó flóknar sé þá hafa þeir ekkert að gera í stjórn VR. Hefur þú kynnt þér hvað Gunnar Páll gerði og hvað það kostaði bankann? Örugglega ekki þú notar bara slagorð -Moka flórinn.

Þú ættir að lesa skrif þinna manna (Lúðvíks o.fl. - ekki viss um að þú yrðir hrifinn en þetta eru þínir menn sem ekki kunna að lesa félagslög, sumir ekki ritandi á íslenskt mál og fara með rangindi gagnvart starfsmönnum VR - en geri ráð fyrir að það sé í lagi svo fremi þeir "moki flórinn").

Þú hefur gjörsamlega misst mína trú á þig.

Ef svo ólíklega fari að þessir misvitry menn komist að þá hætti ég í VR. Og að lokum - þú hefur væntanlega verið á fundi VR forðum á Grand Hotel og séð að Ágúst Guðbrandsson fer með rangindi? En þér er eflaust sama svo fremi að þeir "moki flórinn" með þér.

Hlöðver Örn Ólaso n

Hlöðver Örn Ólason sagði...

Það eru stafsetnigar feilar hjá mér en tölvunni að kenna.

Þráinn sagði...

Ágæti Hlöðver Örn. Þakka þér fyrir athyglisverða athugasemd. Mig langar bara að nefna að betur sjá augu en auga þegar kemur að því að lesa og túlka lagatexta. Þú manst kannski eftir fjölmiðlafrumvarpinu? Þá birtist hver prófessorinn og lögspekingurinn á fætur öðrum og túlkaði stjórnarskrána. Sumir sögðu að forsetinn gæti hafnað lögunum. Aðrir sögðu að hann gæti það ekki því að það hefði aldrei verið gert. Enn aðrir sögðu eitthvað allt annað. Því má bæta við að þrátt fyrir fullyrðingar þínar um annað veit ég mætavel hvað Gunnar Páll gerði. Og loks finnst mér heldur lítil rök standa á bakvið athugasemdir þínar um Lúðvík Lúðvíksson og Ágúst Guðbjartsson - ekki læsir, ekki ritandi og fara með rangindi. Hmm?

Ágúst Guðbjartsson sagði...

Ég var ekki öruggur á túlkun 20 gr. reglna VR varðandi framkvæmd kosninga
svo ég leitaði mér aðstoðar hjá starfsmönnum VR sem túlkuðu síðan reglunar
rangt fyrir mig.
Nú ætla ég ekki að tala illa um starfsmenn VR þau gerðu sitt besta við að
aðstoða mig og voru hjálpleg í alla staði.

Að mínu mati er stærsta vandamálið og orsök þess að Ísland er í þeim vanda sem það er í dag.
Það er að einstaklingar leita ekki eftir aðstoð þegar þeir eru ekki vissir
í sinni sök heldur taka ákvörðun, hræddir um að þeir séu álitnir heimskir
ef þeir biðja um leiðsögn.
Það er til mikið af fólk með þekkingu á mörgum sviðum umfram þá sem maður
hefur sjálfur.
Ég tel það styrkleikamerki að hafa kjark til að sækja sér leiðbeiningar og
ráðgjöf þegar maður er ekki viss í sinni sök.

Hlöðver Örn Ólason (skrifa ég nafnið rétt)
Ég var líka á fundinum á Grand Hótel.
Hvað kom fram þar sem gerir það að verkum að ég fer með rangt mál?

Hlöðver Örn Ólason sagði...

Sælir Þráinn og Ágúst,

Ég bið fyrst og fremst forláts að hafa kallað Ágúst Ásgeir - skil hann vel að hafa ekki líkað það þar sem ég er vanur því að hafa verið kallaður ýmsum nöfnum frá unga aldri , allt annað en Hlöðver þegar ég var að alast upp. En jú nafn mitt er Hlöðver Örn Ólason - stundum Böðvar og stundum Ólafsson.

Fyrst af öllu bið ég Ágúst afsökunar á því ef hann hefur skilið skrif mín svo að hann væri slæmur penni - þú ert það síður en svo - átti við annan mann formanns frambjóðjandan Lúðvík sem ég vona að þú sért ekki í slagtogi með - þú varst á fundi VR og skilur e.t.v. hvað ég á við.

Það sem ég átti við var varðandi það að þú hafir fengið vitlausar upplýsingar frá VR þá og leitaði sjálfur eftir því þar - þá átta ég mig ekki alveg hvar þú varst afvegaleiddur - það er auðvitað ekki rétt að fá nöfn þar en ég spurði suma starfsmenn þar að þessu og enginn kannaðist við þetta (þú mátt senda mér nöfnin á netfangið mitt hoo@hive.is og ef reynist rétt þá líkar mér það illa). E.t.v. er um einhvern misskilning að ræða - veit það ekki.

Við Þráinn vil ég segja þetta:

Hefur þú hugleitt hver "dauða synd" formanns VR var að samþykkja að kaupréttarsamningar við starfsmenn voru felldir niður? Kostaði það bankann eitthvað? Olli það t.d. tapi Lífeyrissjóðs VR eitthvað? Skilst að eigið fé sjóðsins hafi rýrnað um einhver 13 - 15% en ef þú ert í þessum sjóði þá sleppur þú vel. Sjálfur er ég í sjóði (að hluta) sem heitir Kjölur en þar hafa sjóðfélagar tapað a.m.k. 25% af eigin fé sjóðsins (brask í Landsbankanum).

Svo að lokum Þráinn: Þú segist þekkja hvað núverandi formaður VR hafi gert s.l. 17 ár. Hvernig væri að þú kæmir með það fram? Það er ansi auðvelt að sitja á hliðarlínunni og gagnrýna þegar eitthvað fer úrskeiðis. Mættir þú á aðalfundi hjá VR og mótmæltir launum formannsins sem lágu þar frammi? Efast um það.

Kveðja,
Hlöðver

Svona rétt í lokinn skrif frá formanns frambjóðanda:

"# lúðvík lúðvíksson ritaði:
7. desember 2008 kl. 21.08

"ERU FORMENN VERKALÝÐS OG LÍFEYRISSJÓÐA ÞEIR SEKU?

Eftir töluverða skoðun hjá mér, þá er mér það ljóst að sakfelling embættismanna er kannski ekki alveg rétt, ef maður skoðar hvernig forkólfar verkalýðs og lífeyris hafa farið með pening völd. Þegar bankarnir tóku að rísa í einkaeign þá var nokkuð ljóst hvaðan raunverulegir peningar komu , þeir komu frá mér og þér semsagt lífeyrissjóðum okkar. Peningar eru völd og valdið er hjá lífeyrissjóðum okkar en þeir hafa sett peninga inní þessar stofnanir banka og verið þar eins og sést stæðstu hlutahafar.Ekki nóg með það, þeir eru í öllum öðrum félögum líka sem hafa verið áberandi í viðskiptalífi okkar. Það sem ég á við er að þessir peningar sem koma úr okkar sjóðum eru raunverulegir peningar semsagt pappír sem vísar í málm. Það var akkúrat það sem vantaði til að geta hafið svona gríðarlega útrás , og eftir það erum við nánst bara að tala um tölur á pappír sem eins og ljóst er að vísa ekki í málm. Sjáanlegt er hverjir hófu þetta það eru forkólfar verkalýðs með lífeyrissjóði okkar að vopni, því til staðfestingar hvernig þetta gengur fyrir sig leynt og ljóst. Lítið dæmi um hótun frá Bónus á sínum tíma , þeir ætluðu að taka fólk sitt úr VR þetta var á þeim tíma þegar það vantaði peninga og viti menn það sloknað jafn fljótt á þessari umræðu eins við var að búast. Mikið að fjármunum hafa runnið til þeirra feðga á undanförnum árum eins og við getum séð í ársreikningum . Hver stjórnar? Það er góð spurning , en hvað ef það eru lífeyrissjóðirnir sem stjórna því hvergi eru alvöru peningar í umferð nema þar því þeir eru til þar. Allar aðgerðir stjórnvalda miðast við að nota þessa peninga því það er auðveldast og allir eru vinir þarna uppi og ekki þarf að spyrja aðra.Ekki er hægt að sjá með öllu hvernig skuldabréfa eign lífeyrissjóða er en eitt get ég sagt þér þeir þola ekki skoðun. Fyrir hrun bankanna þá voru þessir sjóðir og forkólfar tilbúnir að rétta bankakerfið við en ekki kom til þess sem betur fer, nú á að ná í þessa aura aftur til að rétta atvinnulífið við og þeir ætla líka að aðstoða okkur en bara með því formi að þegar íbúðir okkar eru runnar okkur úr greipum þá eru þessir góðu strákar tilbúnir að leigja okkur aftur. Tel ég því að ef við náum þessari forustu þá er hægt að breyta lífeyriskerfi okkar og stöðva þetta og þá eru völdin úr höndum ríkisstjórnar. Bennt skal á að það tók ekki nema sex virka daga að fá fram kosningu í 28 þúsundmanna félagi. Þetta er fljótasta leið okkar til að brjóta þetta peningavald sem öllu stjórnar. Ég er ekki viss að fólk almennt geri sér grein fyrir þessu og að allt þetta sull hafi byrjað hjá okkur semsagt verkalýðs og lífeyrissjóðum okkar. Ekki er annað að sjá en fallið sé mikið enda var gaman hjá þessu fólki meðan á því stóð. Má það teljast gott ef samanlagt tap allra sjóða okkar er ekki stærra en 400 milljarðar og alltaf erum við að tala um verkalýðs og lífeyrissjóði okkar.

Hversvegna ekki bankaalþýðu því við erum alltaf að lána bönkum landssins sem þýðir að þeir eru bara milliliðir og hverjir eru góðir skuldara það erum við hin almennu sem erum bæði guðhrædd og haldin þrælsótta þannig að lang flest okkar standa í skilum og getum vísað í steinsteypu.. Þessir peningar eru jú okkar og ættu þeir að vera okkur til góðs en ekki til þessa að spila póker daglangt."