miðvikudagur, 28. janúar 2009

Sjávarútvegsráðherra í valdavímu


Hið sérkennilega láðs og lagar spendýr fráfarandi sjávarútvegsráðherra notaði síðustu mínútur valdavímu sinnar til að uppáskrifa leyfi fyrir hvalveiðum í mikilli óþökk hvalaskoðunariðnaðarins, grænfriðunga og náttúrverndarsinna almennt. 


Ráðherrann var óvenju hátt uppi í sinni síðustu reglugerð og leyfði hvalveiðar til 2013, sem sagt fram í kjörtímabil amk. næstu tveggja eftirmanna sinna.


Eina leiðin til að græða á hvalveiðum nútildags væri að leyfa efnuðum einstaklingum að veiða þessar stóru skepnur og hengja þær síðan upp á sporðinum fyrir myndatöku. 


Skynsamlegra er þó að afnema þessa óreglugerð þegar einhver með fullu viti kemur í sjávarútvegsráðuneytið og tekur við lyklunum, hvalaskutlunum og myndinni af Ahab af Bolvíkingnum sem gjarna mætti hengja upp á sporðinum fyrir myndatökuna.

5 ummæli:

ÞA sagði...

Eitthvað hefur maðurinn verið hræddur um að sjálfstæðisflokkurinn kæmist ekki fljótlega aftur að kjötkötlunum!
Það á auðvitað bara að afturkalla þetta enda engin markaður fyrir kjötinu. Eigum við ekki ennþá nokkur eldgömul fryst tonn sem ekki hefur tekist að selja?

photo sagði...

Því má ekki borða hva eins og aðrar skeppnur jarðarinnar?

Henrý sagði...

Ég ét hrefnur eins og alger lessa.

Enda herramannsmatur. Kvikasilfur er bara bragðbætir.

Mæli með að láta þunnar hrefnusteik ur marinerast í ólífuolíu, sojasósu, timian, og salt&pipar. Síðan er það bara grillið í örskamma stund.

Ég ét hinsvegar ekki Langreyður, enda eru það handónýtar skepnur til átu.

Unknown sagði...

Eina ákvörðunin sem Sjálfsstæðismenn taka á 110 örlagaríkum dögum er.. (wait for it)... að LEYFA HVALVEIÐAR!

Þráinn sagði...

Jafnvel maður með þorskhaus hefði ekki skrifað upp á þessa reglugerð.