Bjarni Ármannsson skrifar í dag hjartnæma grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni: “Horfst í augu við bankahrunið”.
Greinin byrjar svona: “Það skipbrot sem orðið hefur á fjármálamörkuðum heimsins kallar á endurskoðun og greiningu þess sem úrskeiðis fór í aðdragandunum.”
Mín skilaboð til Maraþon-bankastjórans eru þessi:
Láttu okkur sem þraukum hér á "eyjunni" um endurskoðun og greiningu bankahrunsins. Snúðu þér frekar að því að endurskoða og greina hvernig þú getur horfst í augu við íslensku þjóðina.
14 ummæli:
Gæti ekki verið meira sammála þér Þráinn, þessi áhugaleikari er að reyna að nota Baugsmiðil til að fría sig ábyrgð. Það versta er líklega að honum tekst það að einhverju leiti. Sjáum bara JÁJ. Hann kemur í Silfur Egils á síðasta ári, segir í raun ekki neitt og margir eru búnir að fyrirgefa honum bara af því að "hann er sá eini sem hefur sýnt lit og mætt". Nei, hingað og ekki lengra, syndaaflausnirnar brunnu með bankakerfinu.
Er svona komið fyrir okkru að við getum ekki heldur fyrirgefið?
Brunnu syndaaflausnir með bankakerfinu og eiga þeir sem þú telur að hafi syndgað að snúa sér eitthvað annað?
Í hvers konar kærleiksþjóðfélag viljið þið búa í?
Fyrirgefðu, Valdimar minn. Það hefur ekkert reynt á fyrirgefninguna hjá mér. Það hefur ekki nokkur maður beðið mig fyrirgefningar á einu eða neinu.
Ekkert að fyrirgefa Þráinn, Fyrirgefðu mér hafa þig fyrir rangri sök.
Ég held að það sé fínt að menn í stöðu Bjarna játi mistök. Við eigum að hvetja fleiri til þess að gera slíkt hið sama og koma heim með féð og láta það vinna fyri okkur.
Bið þig að fyrirgefa mér, Þráinn; ég ræni efninu þínu og set á vefsíðuna mína (skorrdal.is).
Ég hef fengið svo upp í kok af þessu kjaftæði á Íslandi, að ég er hættur að nenna að lesa fréttir nema á handahlaupum - fyrirsagnirnar. Það virðist enginn segja satt, tala af einlængi eða vilja upplýsa um neitt raunverulegt. Ríkisstjórnin í blekkingaleik hinum mesta; útrásarvíkingarnir í skaðastýringu - blaðamenn skjálfa á beinum vegna atvinnuöryggis, meira að segja leigupennarnir á RÚV. Samfélagið er í þvílíkri klessu, að varla væri hægt að finna rithöfund sem gæti kokkað upp eins miklar flækjur og nú hafa birst þjóðinni undanfarnar vikur og mánuði.
Við búum í mjög sjúku samfélagi; þjóðin er aðstandandi ofbeldismanns, sem hefur stundað ofbeldi sitt svo lengi, að aðstandandinn neitar að horfast í augu við vandann, þótt svo síðasta ofbeldisverkið hafi nánast endað með morði. Annað skýrir ekki þann gríðalega stuðning sem Ríkisstjórnin hefur; þetta er sjúkt samfélag. Það eru ekki bara fjárglæframennirnir sem þurfa meðferð - við þurfum hana öll.
Úff, hvað þetta var slappt innlegg hjá þér, Valdimar. Kannski stendurðu of nálægt þessu eftir árin á Fréttablaðinu. Frábær færsla Þráinn, takk fyrir hana, og þú talar örugglega fyrir munn tugþúsunda. Bjarni er sá útrásarvíkinga sem stendur best fjárhagslega því hann forðaði sér með fjármuni á undan hruninu. Eina yfirbót hans sem mark er á takandi er að hann komi með fjármagn heim til uppbyggingar.
Þakka þér fyrir þessa athugasemd Ágúst Borgþór. Viltu skýra þessi ummæli þín "Kannski stendurðu of nálægt þessu eftir árin á Fréttablaðinu"
Fréttablaðið er í eigu útrásaraðila og sérritið Markaðurinn var einkar hliðhollt útrásinni. Maður getur ráð fyrir því að þeir sem hafa starfað lengi á Fréttablaðinu séu hliðhollari þessum fjármálaöflum en aðrir og hafi annað sjónarhorn á þessi mál en þeir sem standa fyrir utan þau. Þar með er ég ekki að gera þig að einhverjum skúrk. - En það væri a.m.k. skýring á því hvers vegna þú tekur þessa aumlegu afsökunargrein Bjarna Ármanns góða og gilda.
"Maður gerir ráð" - ekki "getur" ráð - óttalegar villur eru þetta alltaf.
Blessaður Ágúst Borgþór og gleðilegt ár. Gaman að heyra frá þér. Ég hef allra manna lengsta reynslu af því að vinna á Fréttablaðinu, frá upphafi þar til fyrir tveimur mánuðum. Ég held að maður fái enga sérstaka ást á útrásargreifunum við að vinna þar, að minnsta kosti finn ég til mjög takmarkaðs kærleika þegar pilsfaldakapítalistar og óráðsíumenn Íslands eru annars vegar. Sammála þér um að Bjarni ætti að skila aftur peningunum og biðjast fyrirgefningar en ég þori að veðja að hann gerir hvorugt. Hann segir að menn hafi farið offari - sem í mínum huga merkir eitthvað svipað og "tæknileg mistök".
I stand corrected.
Þið vitið miklu meira um þetta en ég, ég hef ekki unnið á Fréttablaðinu.
Mér finnst það í sjálfu sér góðar fréttir að Bjarni hafi endurgreitt Glitni 370 milljónirnar, þ.e. starfslokasamninginn.
Gleðilegt ár báðir tveir. Sýnir hvað ástandið í samfélaginu er orðið skrýtið að maður finnur hjá sér hvöt til að munnhöggvast við gamlan félaga, Valdimar Birgisson.
Hefði metið það frekar við hann hefði hann látið þetta renna til einhvers annars líknarstarfs en glitnis. Annars færi best á því að "víkingarnir" greiddu sínar skuldir sjálfir í stað þess að skila þeim til okkar.
Endurgreiðsla á 370 milljónum eftir tugmilljarða gjaldþrot ef ekki meira, með mig sem ábyrgðarmann, gegn mínum vilja. Uss og svei.
Gleðilegt ár Ágúst og þráinn
Ekkert mál að munnhöggvast Ágúst svo lengi sem við getum í enda dags tekist í hendur og brosað :)
Ég tek það fram að ég hef ekki afsakað Bjarna Ármannsson né aðra. Ég tók ekki afstöðu til afsökunar hans, það er hvort hún væri nógu góð eða nógu einlæg.
Ég tel að hann hafi átt að iðrast.
Ég spurði bara hvort við getum ekki fyrirgefið. Það er illa komið fyrir okkur ef við getum ekki fyrirgefið. Það er mín skoðun.
Með þessu er ég ekki að leggja til sakaruppgjöf handa einum eða neinum ekki að afsaka eitt né neitt. Ekki heldur að segja að Bjarni hafi gerst brotlegur við lög.
Ég sagði að hann ætti að koma heim með fé og láta það vinna fyrir okkur.
Það er gamalt "trikk" í umræðu að ræða ekki málefnið heldur reyna að gera viðmælandann tortryggilegan líkt og þú gerir. Erum við ekki sammála um að það gerir engum gagn?
Jú, sammála.
Skrifa ummæli