mánudagur, 31. mars 2008

Afkomandi Munchausens bjargar íslensku efnahagslífi

Innlent | Morgunblaðið | 31.3.2008 | 05:30

FT segir íslenskt hagkerfi traust (Grín?)

"Dálkahöfundur í Financial Times, Wolfgang Munchau, ritar í grein í gær að illkvittinn orðrómur um íslenskt efnahagslíf sé ekki réttlætanlegur. Í greininni kveður við öllu jákvæðari tón en sést hefur í umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland að undanförnu. Telur Munchau meiri ástæðu fyrir alþjóðlega fjárfesta til að hafa áhyggjur af aukinni verðbólgu í Bandaríkjunum eða samdrætti í Bretlandi heldur en Íslandi."

Munchau þessi er hugsanlegan kominn af Munchausen barón sem var nokkurs konar John Cleese síns tíma. Frægast var þegar hann reið ofan í pytt og dró síðan sjálfan sig og reiðskjóta sinn upp á hárinu, sem gæti verið góð aðferð til að bjarga efnahagsástandinu á Íslandi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í tölvunarfræðum er notað hugtakið bootstrap sem lýst er hér.

Ef Íslenska hagkerfið væri tölva þá væri hún með frosinn bláan skjá, og tími til kominn að slökkva á henni og vona svo að hún komist aftur í gang þegar kveikt er á aftur.

Nafnlaus sagði...

það sem þer dettur í hug! Haha, schnilld!

Þráinn sagði...

Takk fyrir glögga athugasemd, Guðmundur. En með vilja notaði ég ekki orðatiltækið "bootstrap" eða skóreim, því að ég tel víst að fjármálasnillingar gangi á stígvélum eða reimalausum skóm til að eyða ekki dýrmætum tíma í að reima á sig skó meðan hægt væri að græða peninga.

Nafnlaus sagði...

takk fyrir að ýta burtu þunglyndinu. óborganlegt.

Þráinn sagði...

Maður verður stundum að hífa sig upp á skóreimum eða hárinu - þeir sem hafa það.