mánudagur, 31. mars 2008

Er Lúðvík að missa móðinn? Vantar vítamín?


Lýsti efasemdum um skipulagsbreytingar á Suðurnesjum

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist á Alþingi í dag hafa efasemdir um að skynsamlegt sé að skipta upp lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum.

Þessi hjartaprúði Vestmannaeyingur var eitt sinn heiftúðugur andstæðingur eftirlaunafrumvarpsins - en sér nú öll tormerki á að endurheimta réttlætið.

Taka þingmenn ekki lýsi? Eða þarf Alþingi Íslendinga á næringarráðgjöf að halda?


Efasemdir eru mjög hættulegar.
Ekkert er hræðilegra en efinn. Efinn aðskilur fólk.
Efinn er eitur sem leysir upp vinskap
og eyðileggur notaleg sambönd.
Efinn er fleinn í holdi sem særir
og meiðir.
Efinn er sverð sem drepur.

Þetta sagði Hindúaprinsinn
Gautama Siddharta
einu sinni fyrir langa löngu.

1 ummæli:

Þráinn sagði...

Með rauðu eðalginsengi verður Lúðvík ekki skotaskuld úr því að rifja upp fyrri skoðun sína í eftirlaunamálinu - og hann hefur mánuð til að standa við hana.