sunnudagur, 30. mars 2008

Ný keppnisgrein þar sem Íslendingar ættu möguleika!

Þýskur letingi!

Langa-langa-afasonur Ottós von Bismarcks þess sem kallaður var "Járnkanslarinn" hefur sagt af sér þingmennsku eftir að þýskir fjölmiðlar útnefndu hann "latasta stjórnmálamann Þýskalands".

Maðurinn heitir Carl-Eduard von Bismarck og er 46 ára gamall og tilheyrir hinum Kristilega demókrataflokki Angelu Merkels. Carl-Eduard er sjaldséður um þingtímann í Berlín þar sem þingið situr. Ekki er vitað hvort hann hefur haft aðstoðarþingmann sér til aðstoðar við að hvíla sig.

Ekki er heldur vitað hversu latir menn þurfa að vera til að teljast latir á þýskan mælikvarða sem er nokkuð strangur.

Skemmtilegt væri ef Alþingi Íslendinga efndi til Evrópu-keppni þingmanna í þessari grein – og eru allar uppástungur um efnilega keppendur fyrir Íslands hönd vel þegnar.

Engin ummæli: