mánudagur, 31. mars 2008

Standi fréttin í Mogganum er hún rétt!

Innlent | 31.03.2008 11:50:16

Baugsfeðgar þora ekki að sýna eigendavald

Hallgrímur Helgason rithöfundur dregur ekkert af sér í grein í Fréttblaðinu. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Moggans, fær á baukinn sem Hádegismóri og Hallgrímur upplýsir að daglega tapist tvær milljónir á blaði hans. Síðan hjólar Hallgrímur í Þorstein Pálsson, ritstjóra Fréttblaðsins.
 
Hallgrímur virðist ekki muna þau einkunnarorð sem tryggt hafa langlífi Moggans og áhrif á hinum ótrúlegustu stöðum eru:
 
FRÉTT MEÐ STÉTT!
STÉTT MEÐ FRÉTT!
STANDI HÚN Í MOGGANUM
ER HÚN RÉTT!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stétt með stétt
ég stend með frétt
um Styrmi
þótt hún sé alveg rétt.

Þráinn sagði...

Ef prumpar íslensk yfirstétt
um það Styrmir skrifar frétt
Í mínu blaði eru glæpir og morð
Í Mogganum bara minningarorð
Auðvaldið sálast og alþýðan les
en nálykt á prenti er ekkert spes.

Þráinn sagði...

Má ég biðja lesendur um að stilla sig um að yrkja hérna á síðuna - þá hættir mér til að gera það líka og árangurinn er engum til sóma.