föstudagur, 28. mars 2008

Hvar ertu núna, Marcus Tullius, þegar við þörfnumst þín?

Marcus Tullius Cicero konsúll eða ræðismaður – sem kunni vel að koma fyrir sig orði - flutti frægar ræður árið 63 f. Kr. og afhjúpaði Lucius Sergius Catilina fyrir að sitja á svikráðum við rómverskt stjórnarfar.

 

Enn þann dag í dag kunna margir upphafsorð fyrstu ræðunnar "Oratio in Catilinam Prima in Senatu Habita" en þau voru:

Quo usque tandem abutere, Catilina, patientia nostra? Quam diu etiam furor iste tuus nos eludet? quem ad finem sese effrenata iactabit audacia?

Lauslega þýtt á nútíma íslensku gæti þetta hljómað eitthvað á þessa leið.

Þangað til hvenær, Árni, ætlar þú að misnota þolinmæði vora? Hversu lengi ætlarðu að lítilsvirða okkur með þessu rugli? Hvenær er nóg komið af þessu hamslausa oflæti þínu?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver sem þessi Marcus Tullius hefur verið skil ég ekki af hverju verið sé að nota hann til að koma óorði á Árna Mathiessen og hans fólk sem eru sannir og góðir Hafnfirðingar.

Þráinn sagði...

Satt segirðu! Og ef út í það er farið var M.T. Cicero ekki heldur gallalaus sem stjórnmálamaður. Best gæti ég trúað að hann hefði breytt Grímseyjarferjunni í skemmtibát fyrir sjálfan sig og selt bróður sínum Keflavíkurflugvöll fyrir skít á priki. En hann var betur máli farinn en Árni.