laugardagur, 29. mars 2008

Skyndiráðherrar og lífsgæði

Úr Kæru dagbók, sem birtist í Fréttablaðinu í dag eins og aðra laugardaga:
 
Vissulega er ég sammála því að heilsurækt er holl og æskileg en það flokkast varla undir aukin "lífsgæði" þótt nýtt baðhús sé opnað einhvers staðar. Þau "lífsgæði" sem eru raunverulega eftirsóknarverð eru frjálst og opið lýðræðissamfélag án spillingar og nepotisma og miðaldamyrkurs.  Annars þyrftum við ekki að horfa upp á "skyndidómsmálaráðherra" slá um sig með hroka og heimsku gagnvart umboðsmanni Alþingis. Umboðsmanni þjóðarinnar.   Ef einhver á erfitt með að skilja hvað ég á við með "skyndiráðherra" þá er orðið myndað á sama hátt og "skyndikona".   Mig langar til að lifa í hreinu og ómenguðu þjóðfélagi. Og þá er ekki aðalatriðið hvort stundum sjáist hundaskítur á gangstéttum – svo lengi sem hann er ekki leiddur til hásætis."
 

Engin ummæli: