sunnudagur, 30. mars 2008

Lóan ekki friðuð lengur

Lóan sést víða á Íslandi

mynd
Lóan er komin að kveða burt snjóinn.

"Lóur eru farnar að sjást hér og þar um landið. Þannig sáust tvær heiðlóur á flugi í Kópavogi í vikunni og á páskadag sáust fjórar heiðlóur á túni rétt við Hornafjarðarflugvöll, samkvæmt upplýsingum á vef fuglaáhugamanna á Höfn. Þetta þykir eðlilegur tími fyrir fyrstu lóurnar en almennt koma þær ekki fyrr en um miðjan apríl."

 

Miðað við efnahagsástandið á landinu hefur ríkisstjórnin í hyggju að leyfa ótakmarkaðar veiðar á þessum ljúffenga matfugli og gildir það veiðileyfi uns Seðlabanki tilkynnir næstu vaxtalækkun.

1 ummæli:

Þráinn sagði...

Ódýrar mataruppskriftir verða látna fylgja næstu Fjármálatíðindum til að róa verkalýðshreyfinguna.