mánudagur, 31. mars 2008

Forsætisráðherrann telur sig botna í ástandinu!

Stöð 2, 31. mar. 2008 19:52

Forsætisráðherra telur botninum náð


Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir alla þá sem eru nógu hávaxnir til að ná upp úr kafi, eða eiga eitthvað til að standa á.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við hin verðum að halda niðrí okkur andanum eitthvað áfram.

Nafnlaus sagði...

... eða halda áfram að drukkna í skuldunum.

Þráinn sagði...

Kannski vaxa á okkur tálkn ef þetta lagast ekki.

Þráinn sagði...

Og þá er bara að taka nokkur árþúsund í sjónum og vera betur undir búinn þegar skriðið er upp úr leðjunni.