Í Fréttablaðinu í dag segir frá því hverrnig viðskiptavinir Húsasmiðjunnar á Selfossi voru slegnir óhug þegar þeir urðu vitni að því að maður drekkti tíu hænuungum sem höfðu verið til sýnis í versluninni fyrir páskana.
Engin réttarhöld höfðu farið fram í máli páskaungana og enginn hafði ákært þá fyrir að standa bakvið aðför spákaupmanna að íslensku krónunni. Þeir höfðu ekki verið yfirheyrðir og ekki boðin lögfræðiaðstoð. Vinnubrögð í þessu máli eiga sér engin fordæmi í íslenskri réttarsögu nema í Geirfinnsmálinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli