sunnudagur, 30. mars 2008

Þetta er allt að koma - undir tvíhöfða formennsku

Evrópunefnd forsætisráðherra tekur til starfa eftir helgi

"evropunefnd.jpgNefnd forsætisráðherra um þróun Evrópumála undir tvíhöfða formennsku stjórnarþingmannanna Ágústs Ólafs Ágústssonar og Illuga Gunnarssonar tekur til starfa eftir helgi. Nefndin mun hittast á sínum fyrsta fundi á þriðjudag.

Síðustu daga hefur verið gengið frá tilnefningum í nefndina sem verður skipuð  fulltrúum annarra þingflokka, auk fulltrúa frá ASÍ, BSRB, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði Íslands."

Ekki er útilokað að þessi nefnd ljúki störfum innan örfárra ára og verði að því loknu hægt að taka til við að ræða um hugsunarlega umsókn að Evrópusambandinu. Sú umræða mun að sjálfsögðu líka taka einhvern tíma.

Á myndunum eru hinir tvíhöfða formenn nefndarinnar, Illugi Gunnarsson t.v. og Ágúst Ólafur Ágústsson til hægri. Sé myndunum snúið við koma hin höfuðin í ljós á bakvið þau sem er snúa fram á þessum myndum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Siðugt! Þegar maður snýr myndunum við kemur í ljós að Illugi er með andlit Ágústs á hnakkanum og öfugt. Segið svo að stjórnarsamstarfið sé ekki gott!