sunnudagur, 30. mars 2008

Huganalesari reynist ekki vel á Samfylkingarþingi

sunnudagur, 30. mars, 2008 - 14:12

Ný eftirlaunalög fyrir þinglok - taki einnig á fortíðinni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttur, formaður Samfylkingarinnar, segist telja að fyrir þinglok þurfi að leiða til lykta breytingar á lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra. Hér fara á eftir nokkur orð úr ræðunni. Skýringar eru innan sviga.

"Ég tel fulla ástæðu til að skoða (setja nefnd í málið, fresta) hvernig megi nálgast það sem liðið er (allir vita að ekki er hægt að nálgast liðna atburði nema í tímavél) um leið og mörkuð er stefna til framing. Fátt hefur mælst eins illa fyrir hjá íslenskum almenningi og sú ákvörðun Alþingis í desember 2003 að bæta eftirlaunarétt ráðherra og þingmanna og auka þannig bilið sem er milli þeirra og almenns launafólks. (Samt varð ekki beinlínis allt vitlaust). Óhjákvæmilegt er að mínu mati að stjórnmálamenn úr öllum flokkum komi að lausn þessa máls rétt eins og þeir komu að upphafi þess. (Enda gafst samstaða stjórnmálamanna úr öllum flokkum svo vel að hið fræga eftirlaunafrumvarp varð afraksturinn).”

Uppfinningamaður frá Háskólanum í Bifröst renndi texta utanríkisráðherra gegnum prótótípu af hugsanalesara sem verið er að hanna í samvinnu við Borgnesinga til að takmarka hassreykingar nemenda. Út úr hugsanalesaranum kom aðeins ein setning:

"Ætlar liðið virkilega að hanga á þessu ómerkilega eftirlaunamáli eins og hundur á beini?"


Hugsanalesari HB

Engin ummæli: