laugardagur, 29. mars 2008

Skólagjöldum safnað fyrir roskinn prófessor

Komið hefur til tals að hefja fjársöfnun meðal almennings til að kosta roskinn háskólaprófessor til náms í heimildavinnu - en nýlega var hann hýrudreginn í Hæstarétti fyrir kunnáttuleysi sitt í frumatriðum í umgengni við sannleika og heimildir.
Þeir sem vildu ljá þessu lið eru beðnir að skrá nöfn sín hér fyrir neðan.
Önnur framlög en peningaframlög eru líka velkomin, til dæmis frá þeim sem vildu sjá prófessornum fyrir mat og húsnæði meðan á endurmenntun hans stendur og honum tekst að finna sér nýja atvinnu á viðeigandi kennslustigi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er eitthvað herkerlingarlega viðkvæmt og fallegt við þetta; samhjálp og samlíðan og svoleiðis. Einmitt í anda Hannesar Kiljans Gissurarsonar, þessa lífsins krossbera.

Maður vonar bara að rektor Háskóla Íslands líti til félagslegra aðstæðna prófessorsins í þessu þjófnaðarmáli.

Eða er verið að tala um meiðyrðamál?

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Ég skal taka það að mér að kenna honum að nota gæsalappir - eða að ganga á gæsalöppum?...

Nafnlaus sagði...

Gæsagang kann hann svo vel að hann ætti að geta aflað sér námstekna með því að taka nemendur í augatíma.

Nafnlaus sagði...

Það er útilokað að endurhæfa þennan mann því að hann hefur haft sitt framfæri af ríkinu ævilangt - og mun því ekki pluma sig á eigin spýtur úr þessu.

Þráinn sagði...

Ég er því miður ekki aflögufær - í þetta málefni.