Um 600 svokallaðir "sérsveitarmenn" eru nú í Noregi; samkv. upplýsingum sem vísað er á í Wikipediu á Netinu. Þessar löggur ganga venjulegar lögregluvaktir helming vinnutímans og sérsveitarvaktir helminginn, Einn sérsveitarmaður er fyrir hverja 7500 Norðmenn. Á Íslandi er nú fyrirhugað að bæta 6 manns í íslensku sérsveitina, þannig að við fáum einn sérsveitarmann fyrir hverja 6250 Íslendinga þegar talan hefur verið fyllt upp í 48 stykki.
miðvikudagur, 26. mars 2008
Fjölgar í friðarsveit dómsmálaráðherrans
Íslensku sérsveitarmennirnir eru í fullu starfi sem sérsveitarmenn, þannig að við Íslendingar erum eiginlega með helmingi stærri úrvalsherdeild en Norðmenn.
Nokkuð vel af sér vikið í landi sem var herlaust þar til Bíbí Generalissimó tók til sinna ráða. Nú vonar maður að friður haldist í landinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vonarðu að friður haldist? Og hafa alla þessa kalla verklausa? Ég held að það sé ekki góð hugmynd að hafa þessa stríðskalla hangandi yfir spilum alla daga.
Nei, ég var mun meira að hugsa um að friður haldist í friðlítilli sál Bíbís dómsmálaráðherra - að vera nú kominn með 48 á lífverði fyrir sig og æðstu menn ríkisins.
Skrifa ummæli