mánudagur, 31. mars 2008

Tvö þúsund ára gömul heilræði - og svínvirka!


Vonandi er ekki of seint í rassinn gripið:

1. Fjárlög verða að standast

2. Valdhroka og yfirgang stjórnenda ríkisins verður að hemja og koma á þá böndum

3. Draga verður úr greiðslum til erlendra ríkja (stofnana - Hér er Cicero að tala um flottræfishátt t.d. í utanríkisþjónustunni), ef þjóðin ætlar sér ekki að verða gjaldþrota.

4. Fólk verður að læra aftur að stunda vinnu sína, í stað þess að lifa á ríkinu

Það sem gerir þessi viðvörunarorð verulega athyglisverð er sú staðreynd að þau voru sögð á síðustu árum Rómverska lýðveldisins.

Sá sem sagði þetta hét Marcus Tullius Cicero, og var uppi 106-43 f. Kr.

Rómverska lýðveldið leið undir lok vegna spillingar og einkavinavæðingar árið 27 f. Kr. og hafði þá staðið með nokkrum blóma í hálft árþúsund frá árinu 509 f. Kr.

Borgin Róm var yngri en lýðveldið, stofnuð 21. apríl árið 753 f. Kr. af Rómúlusi og Remusi og tók við sem höfuðborg Rómverska ríkisins af krummaskuði sem heitir Latvinium og latnesk tunga er kennd við.






Engin ummæli: