laugardagur, 29. mars 2008

Óprúttnir aðilar vinna gegn Seðlabankanum

Í frétt á Eyjunni kemur fram að
 
"Alþýðusambandið, Öryrkjabandalagið og Landssamband eldri borgara krefjast þess að ríkisstjórnin standi við fyrri yfirlýsingar sínar og hækki bætur almannatrygginga til jafns við kjarasamninga –það þýðir hækkun um kr. 18.000 á mánuði fyrir þá sem eru á lægstu bótum!" segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem Alþýðusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara hafa sent frá sér til að mótmæla harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka elli- og örorkulífeyri um einungis kr. 4.000-5.000 í kjölfar nýgerðra kjarasamninga."
 
Ef þetta er ekki skólabókardæmi um hvernig óprúttnir aðilar vinna á móti Seðlabankanum og magna hér verðbólgu og fella gengi krónunnar - þá er ekki hægt að tala um samsæri gegn efnahagsstjórninni.

Engin ummæli: