sunnudagur, 30. mars 2008

Eldri borgarar með frekju

Eldri borgarar skora á stjórnvöld



Aðalfundur Eldri borgara á Suðurnesjum samþykkti í gær áskorun á ríkisstjórn Íslands að skerða ekki tekjutryggingu og heimilisuppbót vegna tekna frá lífeyrissjóðum sem eru undir 100 þúsund krónum.
Einnig er farið fram á að aldraðir njóti þess sem launþegar sömdu um í byrjun árs, þ.e. 18 þúsund krónur á mánuði á lægstu laun.

Því miður virðist þetta eldra fólk ekki ennþá hafa áttað sig á að þótt kosningaþátttaka sé ókeypis þá eru afleiðingar kosninganna það ekki.

    "Our elections are free--it's in the results where eventually we pay." 
     Bill Stern

1 ummæli:

Þráinn sagði...

Spurning hvort það ætti ekki að kosta eitthvað að fá að kjósa úr því að svona margir kasta atkvæði sínu á glæ.