sunnudagur, 30. mars 2008

Gamalt fólk misjafnlega eldfimt

Bæta þarf eldvarnir eldri borgara

"Eldri borgarar í Kópavogi hafa það almennt gott ef marka má ítarlega úttekt Kópavogsbæjar og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, en þó mætti bæta eldvarnirnar. Þetta er í fyrsta sinn sem svo ítarleg úttekt er gerð á högum eldri borgara í einu sveitarfélagi."

 

Eldri og ófullkomnari rannsóknir benda þó til þess að Rangvellingar séu eldfimari en Kópavogsbúar, en það kann að stafa af því að þeir búa í námunda við eldfjallið Heklu. Rannsókn í eldfimi fer þannig fram að kveikt er í viðkomandi tilraunaviðfangsefni og viðfangsefnið síðan beðið að sýna fimi sína með því að stinga sér kollhnís eða fara jafnvel heljarstökk.

Rannsóknir af þessu tagi eru sjaldan framkvæmdar á fólki og þykja jafnvel ómannúðlegar þegar mýs eru notaðar, því að óneitanlega fylgir nokkur hætta þessum tilraunum. 

Engin ummæli: