laugardagur, 29. mars 2008

Það verður ekki á allt kosið

"Strax eldsnemma í morgun fóru að berast til mín fyrirspurnir frá fréttamönnum hingað út til Valparíso við Kyrrahafsströnd Chile vegna fullyrðinga um, að Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefði sagt starfi sínu lausu vegna skipulagsbreytinga á embætti hans. Við nánari athugun kom í ljós, að Jóhann hafði sagt, að hann ætlaði að ræða starfslok sín við dóms- og kirkjumálaráðuneytið."

 

Dómsmálaráðherra á bloggi sínu föstudag, 28. mars. Og bætir við:

 

"Nú 28. mars fæ ég um það fréttir, að lögreglustjórinn vilji ræða starfslok vegna málsins. Jafnframt les ég blogg um, að samstarf okkar Jóhanns hafi verið annað en gott og látið er að því liggja, að ég hafi verið samblástur gegn honum. Allt er þetta úr lausu lofti gripið, enda alrangt."

 


"A dictatorship would be a heck of a lot easier, there's no question about it."
George W. Bush

Engin ummæli: