sunnudagur, 30. mars 2008

Neikvæður hagnaður verðlaunaður!

Rekstur Seðlabankans skilaði 1,2 milljarða kr. tapi í fyrra

Viðskipti innlent 30. mar. 2008 11:06

Rekstur Seðlabankans skilaði 1,2 milljarða kr. tapi í fyrra

Tap varð á rekstri Seðlabanka Íslands á liðnu ári og nemur það rúmlega 1,2 milljarði króna.

 

Þarna er um neikvæðan hagnað að ræða sem auðvelt er að breyta í jákvæðan hagnað með réttum vaxtaákvörðunum. Fyrir þetta fyrirsjáanlega hagfræði- og rekstrarafrek voru laun bankastjóra hækkuð sl. sumar um myndarlega upphæð, til að koma í veg fyrir að önnur fjármálafyrirtæki mútuðu þeim til að koma í sína þjónustu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aðalatriðið er að manninum á myndinni líði vel.
Eftir allt sem hann hefur gert fyrir þjóðina.
Og eftir allt sem þjóðin hefur gert fyrir hann - og er orðin soldið lúin.

Þráinn sagði...

Ekki myndi ég kaupa bilaða mynt af þessum manni.