laugardagur, 29. mars 2008

Davíð og Darwinskenningin

Jónas Kristjánsson skammar Davíð fyrir að hafa gert óprúttnum samsærismönnum kleift að leika sér að krónunni.

    2008-03-29 Punktar
    Aðför á ábyrgð Davíðs
    "Davíð Oddsson talar um aðför nafnlausra braskara að krónunni. Gerum ráð fyrir, að það sé rétt. Þá var það rangt hjá honum á löngum ferli forsætis, að ganga ekki í Evrópusambandið. Í því tilviki værum við búnir að vera með evru í nokkur ár. Enginn braskari getur gert aðför að evrunni. Hún hefur ekki haggast í kreppunni. Evran er nánast úr skíra gulli. Með frekju og yfirgangi hindraði Davíð Oddsson umræðu í samfélaginu um aðild að evru og Evrópu. Hann sjálfur og jábræður hans bera ábyrgð á því, að rammi íslenzku útrásarinnar var og er of ótraustur. Að hægt er að gera aðför að krónunni."
     
    En þá er þess að gæta að þróun íslenskra stjórnmálabaráttumanna frá Jóni Sigurðssyni forseta til Hannes Hólmsteins, Ingibjargar Sólrúnar og Davíðs Oddssonar hefði fengið Darwin til að endurskoða kenningu sína.

1 ummæli:

Þráinn sagði...

Ef maður bætir líka við Árna Matthiessen, Árna Johnsen, Pétri Blöndal og fleiri góðum held ég að Darwin hefði dregið kenninguna til baka.