mánudagur, 31. mars 2008

Fitna - Jónas og Arabaleiðtogar bera vopn á klæðin

Arabaleiðtogar mótmæla „"Fitna"

Leiðtogar Arabaríkja og múslíma fordæmdu í dag hollensku kvikmyndina "„Fitna" sem lýsir íslamstrú sem tifandi tímasprengju sem beinist gegn vestrænum löndum.

Jónas Kristjánsson er hins vegar mjög ánægður með myndina og segir meðal annars um hana á bloggi sínu:

Fitna er góð stuttmynd
Fitna er góð stuttmynd. Hún sýnir, að ofbeldishneigðir kaflar eru í Kóran múslima. Alveg eins og í Gamla testamentinu. Hún sýnir, að sumir klerkar múslima eru ofbeldishneigðir. Sennilega fleiri en kristnir klerkar. Myndin þyrfti þó að sýna ræfildóm vestrænna múslima gagnvart ofbeldispredikunum klerkanna. Múslimar gagnrýna ekki ofbeldisóða klerka sína...

Búist er við að Jónas fundi með Arabískum kvikmyndaáhugamönnum á næstunni til að bera vopn á klæðin.


1 ummæli:

Þráinn sagði...

Jónas er glöggur og fróður maður.
Ef Ísland kemst í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur enginn nema hann til greina í sæti fastafulltrúa Íslands.