mánudagur, 31. mars 2008

Kominn heim heilu og höldnu! Lsg!

Mánudagur, 31. 03. 08.

"Áður en flogið var heim frá París, gafst tími til að skreppa í Musée du Luxembourg, en það er hluti af höll öldungadeildar franska þingsins. Þar er nú sýning á verkum eftir Maurice de Vlaminck. Hún var opnuð 20. febrúar og stendur til 20. júlí. Strax að mánudagsmorgni var löng biðröð fólks við safnið.

Icelandair vélin hóf sig á loft á áætlun kl. 14.15 og lenti 15.30, en klukkunni var seinkað um klukkustund í Evrópu um helgina."


Þetta eru sannarlega yndislegar fréttir af dómsmálaráðherranum okkar þótt honum láist að geta þess nákvæmlega hvar hann var staddur þegar sumartími var tekinn upp í Evrópu og hvort hann þurfti að hanga í biðröð eftir að skoða Vlaminck?

Síðustu 40 ár ævi sinnar var Maurice Vlaminck þekktur fyrir sem "skáld hins þrútna lofts og óveðurskýja". Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1905 þegar málarar sem kenndu sig við "Fauves" - villidýrin - skandalíseruðu í Salon d'Automne in 1905. Þá hefði franska löggan gjarna viljað hafa rafbyssur við hendina.


Engin ummæli: