laugardagur, 29. mars 2008

Ef Geir er með oss - hver er þá á mót oss?

Mikilvægar yfirlýsingar forsætisráðherra

Jón Steinsson bloggar gleðiblogg um yfirlýsingar Geirs:
 
"Yfirlýsingar Geirs um ótvíræðann vilja stjórnvalda til þess að nota fjárhagslegan styrk sinn til þess að koma í veg fyrir fjármálakreppu eru mikilvægt innlegg í þá umræðu sem uppi hefur verið um stöðu íslensks efnahagslífs í erlendum og innlendum fjölmiðlum. Þessar yfirlýsingar og sú yfirlýsing að gera eigi fræðilega úttekt á umgjörð peningamála á Íslandi eru stærstu og mikilvægustu fréttirnar af aðalfundi Seðlabankans í gær. Þær ættu að geta haft verulega jákvæð áhrif á þróun efnahagsmála á næstunni - og eru miklum mun áhugaverðari heldur en sumar af þeim yfirlýsingum sem hlutu mesta athygli fjölmiðla í upprunalegri umfjöllun af fundinum."
 
EF GEIR ER MEÐ OSS - HVER ER ÞÁ Á MÓTI OSS?

Engin ummæli: