mánudagur, 31. mars 2008

Var Sturla Böðvarsson í "annarlegu ástandi"?

Innlent | 31.03.2008 21:00:26

Ekki veist að Sturlu Böðvarssyni

"Vegna fréttar fyrr í kvöld þá vill lögreglan á höfuðborgarsvæðinu koma á framfæri leiðréttingu varðandi upplýsingar frá því fyrr í dag. Fréttin var á þá leið að Sturla Böðvarsson forseti Alþingis hefði orðið fyrir áreiti í Bankastrætinu um klukkan 17 í dag frá hendi manns í annarlegu ástandi. Nafnabrengl varð við skráningu nafns þolanda sem einnig heitir Sturla."Þessi útskýring vekur þó fleiri spurningar en henni er ætlað að svara.

Séstaklega setningin: "Nafnabrengl varð við skráningu nafns þolanda sem einnig heitir Sturla."

Þegar upplýst hefur verið að þolandinn hafi einnig heitið Sturla spyr maður hvort þetta orðalag merki að árásarmaðurinn hafi þá líka heitað Sturla? Og hvers son var seinni Sturlan? Sú Sturlan sem var í annarlegu ástandi?

1 ummæli:

Þráinn sagði...

Þessi undarlega og torskilda frétt er alveg að gera mig sturlaðan.