þriðjudagur, 1. apríl 2008

Dagpeningatúrar í 16 mánuði eftir hjá Samfylkingu



Innlent | mbl.is | 31.3.2008 | 19:31

Litlar breytingar á fylgi flokkanna

“Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna í nýjum Þjóðarpúls Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins. Fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist 37% en fylgi Samfylkingarinnar mælist 33%, 2 prósentum minna en fyrir mánuði. Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 70% kjósenda.

Fylgi VG mælist nú 17%, Framsóknarflokksins 8% og Frjálslynda flokksins 5%. Fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist varla.”

Athygli vekur þó að fylgi Samfylkingar minnkar um 2% á einum mánuði. Bendir það hugsanlega til þess að kjósendur vænti þess að Samfylkingin “geri eitthvað”.

Miðað við 2% fylgistap á mánuði geta dagpeningatúrar Samfylkingarinnar haldið áfram í 16 mánuði til viðbótar.

Myndin er af Sókratesi þegar hann átti 16 mánuði eftir ólifaða. Takið eftir hvað hann var brattur að sjá.

ATH: ÞEGAR þetta var skrifað var einkaþotutímabil Ingibjargar ekki hafið, og útreikningar um að fylgi Samfylkingarinnar dygði fyrir venjulegum dagpeningatúrum í 16 mánuði reiknað samkvæmt þeim tölum sem þá lágu fyrir. Mjög óljósar einkaþotuupplýsingar er hægt að nálgast í augnablikinu og hljóta því framtíðarspár um hversu lengi fylgi Samfylkingarinnar endist úr þessu að vera óljósar samkvæmt því.

Engin ummæli: