mánudagur, 19. maí 2008

Ekki bara hvali heldur þjóðina líka...


Úr því að Samfylkingin er í friðunarhugleiðingum og vill forða 40 hrefnum frá grandi, væri þá ekki tilvalið í leiðinni að friða Íbúðalánasjóð og 300 þúsund Íslendinga fyrir bankagræðginni?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mæltu manna heilastur.

Því um bankana má segja, líkt og sagt var í Sódómu

maður á aldrei að gera neitt fyrir neinn nema..................


Það er svo ótrúlega oft, að grínið skilgreinir raunveruleikann á afar skýran og gegnsæan hátt. Hugsanlega er það vegna þess, að þar er líkn lögð með þraut, það er hláturinn deyfir stungu háðsins eða ábendingarinnar.

Því þakka ég enn.

Bjarni hinn nafnlausi
íhald af Guðsnáð

Þráinn sagði...

Blessaður, Bjarni. Þakka þér fyrir athugasemdina. Mér finnst líka ansi gott grín hjá manni sem er stjórnleysingi eins og ég að kalla sig íhald.

Nafnlaus sagði...

Sjáðu til, ég er íhald í þeirri merkingu orðsins, að vilja halda í það sem hald er í ----en henda öðru.

Því er ég Miðbæjaríhald, þar sem mig langar svo mikið til, að góðsemi milli manna,,-höfuðfatsofantektir til kvenna á spássitúrum um minn elskaða Miðbæ, er í ljúfu barnsminni.

Strákar að henda snjóboltum í sömu hatta á góðum vetrardegi.

Íhaldssemin er svo misjöfn og nú, þegar árin færast yfir, -í boði almættisins,- er það sem hald er í, öðruvísi en áður, þegar hugsunin var frekar í Glaumbæ.

Hnokkar og hnátur, sem kalla mig AFA, breyta svo enn hugmyndunum og það sem áður var nauðsyn, er nú hjómið eitt.

ÞEssvegna er ég nú svo þakklátur fyrir hvert það tækifæri sem ég fæ, til að benda mönnum á hláturinn og húmörinn. Af góðu gríni má læra svo helv.. mikið. Allt án kala og sárinda.

Því ber mér enn að þakka þessar hugleiðingar þínar og fyrri verk, sem lyft hafa brúnum manna, á öllum aldri.

Bjarni hinn nafnlausi
Íhald af Herrans útdeilingu

Þráinn sagði...

Sæll Bjarni, nú fer ég að skilja þig, og get samkvæmt því staðsett mig sem íhaldssaman stjórnleysingja.