föstudagur, 16. maí 2008
Rangur misskilningur með tilgang lögreglustarfa
Í tíð núverandi dómsmálaráðherra og Ríkislögreglustjóra hefur sá misskilningur orðið augljósari með hverjum degi að þeir líta á tilgang með löggæslu að vernda yfirvöld fyrir fólkinu í landinu eins og tíðkast í einræðisríkjum.
Þennan misskilning þarf að lagfæra ef við ætlum að halda áfram að fikra okkur í lýðræðisátt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Hvað eru margir dagar þar til þessi maður hættir að valda tjóni á okkar góða samfélægi, það er BB.
Ég hjó líka eftir þessu. Ætli Lúðvík hafi verið að uppgötva þetta nú nýverið? Ekki hefur BjöBja sagt honum frá því vegna þess að hann hefur ekki haft hugmynd um þetta. Kannski Lúðvík hafi dreymt þetta - og þá á hann líka heiður skilinn fyrir það að þora að opinbera drauma sína á hinu háa Alþingi.
Blessaður Guðmundur. Þegar ég var ungur hélt ég að Alþingi væri staður þar sem háleitustu draumar þjóðarinnar rættust.
Svo byrjuðu martraðirnar.
Þetta er einmitt málið. BB virðist vera haldinn ofsóknaræði, sem líka er farið að smita toppa Samfylkingarinnar.
Því miður hefur Björn Bjarnason fengið að ráðast skipulega á réttarríkið, og þá um leið lýðræðið í þessu landi. Tel ég hann hafa breytt lögreglunni úr þjónum í yfirvald, með þessum aðgerðum sínum, án þess að nokkur hafi tekið eftir. Því miður, þá virðast lög ekki lengur skipta máli, heldur "má lögreglan allt", eins og einn þeirra komst að orði við vinkonu mína. Meira að segja að brjóta Stjórnarskrá þessa lands.
Það er hættuleg braut sem er nú farin, og erfiðara að snúa af en á komast. Það er jafnvel þegar orðið of seint, eða mun taka amk. áratug eða tvo, að breyta út af henni aftur. Endurskoðunnar á verklagsaðferðum lögreglunnar er þörf; sjálfstæðu eftirliti þarf að koma á fót, fyrr en síðar. Oft var þörf - nú er nauðsyn.
Takk fyrir að halda þessu máli á lofti, Þráinn. Það eru of fáir sem þora að gagnrýna verklag lögreglunnar - enn færri sem komast upp með það.
Allar stofnanir undir dómsmálaráðuneiti bb. eru reknar af hundum sem ekki þarf að siga
Skrifa ummæli